Enginn póstur, engin afköst

Í gær, mánudag, var eitthvað vesen á netþjónunum sem thorarinn.com er hýstur á. Fyrir vikið var ég sambandslaus við tölvupóstinn minn næstum allan daginn og það hafði lygilega mikil (neikvæð) áhrif á fyrirhugaðan dugnað dagsins.

Það var ekki bara að ég gæti ekki sent og sótt póst, heldur vantaði mig hin og þessi gögn sem eru í pósthólfinu mínu en reyndust með öllu óaðgengileg.

Rigningarúrhellið utandyra bætti heldur ekki skapið og ég var orðinn hálffúll þegar leið á daginn. En núna skín sólin og allt er komið í gang aftur.


< Fyrri færsla:
Metviðvera á Fredagsbarnum
Næsta færsla: >
Fjölmiðlafár
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry