Enn einn nágranni fundinn

Á fredagsbarnum síðastliðinn föstudag komst ég að því að Rasmus, sem ég kynntist aðeins fyrsta daginn í skólanum þegar við tveir vorum látnir kynna hvorn annan fyrir hópnum, er nágranni minn. Eftir barinn vorum við því samferða heim á leið, keyptum okkur kvöldsnarl og snæddum heima hjá honum.

Sú ritstjórnarlega ákvörðun hefur verið tekin að héðan í frá verður Øresund þýtt sem Eyrnasund (í stað Aurasunds). Með því fylgir að kollegíið í bakgarðinum hjá mér kallast nú Eyrnasundskollegíið eða bara Eyrnakollegí.

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust kveikt á býr umræddur Rasmus einmitt á réttíþessunefndu Eyrnakollegí. Við sátum í góðu yfirlæti fram eftir kveldi, sötruðum öl og ræddum um heima og geima. Aðallega töluðum við þó um fjölskyldukúltúr, tónlist og heimska kana.

Fínn strákur, Rasmus.


< Fyrri færsla:
Nafn vikunnar: Lars Vegas
Næsta færsla: >
Dagurinn sem hvarf og tíminn sem vannst
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry