Beðist er velvirðingar á tæknilegum truflunum

Getraunin ógurlega sem ég samdi í gærkvöldi hefur valdið ákveðnum tæknilegum vandamálum, þ.e. dagbókarfærslan um getraunina. Grunnvandamálið er reyndar vitsmunalegs eðlis, þ.e. ég gaf dagbókarfærslunni nafn sem innihélt bókstafinn þorn. Það eru vafrar af engilsaxneskum uppruna ekki að fíla - og ég á auðvitað að vita betur.

Þessu hefur nú verið kippt í liðinn með th í stað þ og smá gagnagrunnsgrúski. Ég treysti því að vitlausa RSS skjalið fjari smám saman út úr minni RSS-veitna (fyrir þá sem það nota).

Eitthvað hikst var annars á vefþjóninum fyrir stuttu, ég held að það hafi ekki verið mér að kenna, en til öryggis biðst ég velvirðingar á því líka.

(Fyrir utan áþreifanlegan greindarskort hef ég það annars bara fínt. Var að koma af fundi með verkefniskennaranum mínum og verkefnið er allt á réttri leið - þótt enn sé margt óunnið.)


< Fyrri færsla:
Heldurðu að þú þekkir mig?
Næsta færsla: >
Vikan sem bylti tækniheiminum...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry