Veðurspá óhagstæð

Nú eru sléttir þrír sólarhringar í verkefnaskil. Ég er búinn að berja niður á blað allt meginmál fram að lokaorðum og nú er verkefni dagsins að snurfusa strúktúrinn, meitla niður langlokur og skrifa lokaorðin. Ég held mér sé hollast að reyna að ljúka þessu verkefni sem fyrst, enda sýnist mér veðurspáin fyrir næstu daga vera með eindæmum óhagstæð fyrir námsmenn.

Í dag er gert ráð fyrir 18-19 stiga hita, á morgun 21°, fimmtudag 23° og 25 stiga hita á föstudaginn.

Þannig að nú er auka hvatning til að vinna hratt og örugglega og reyna svo að koma sér út í sólina.

Einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að verkefnaskilabjór föstudagsins verði teygaður utan dyra...

Ég held svei mér þá að þetta sumar-fyrirbæri sem venjan mun vera að láti á sér kræla um þetta leyti árs, sé við það að bresta á.


< Fyrri færsla:
Að elta sinn rass
Næsta færsla: >
Allt tekur þetta sinn tíma...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry