Tíuþúsund

Hlé gærdagsins virðist hafa gert mér gott, a.m.k. hefur gengið ágætlega að skrifa í dag og ég sendi nýjustu útgáfuna á kennarann minn um kvöldmatarleytið.

Ég á enn eftir að vinna niðurstöður og ályktanir almennilega, en er þó kominn með uppkast að þeim. Samkvæmd sjálfvirkri talningu er skjalið núna rétt rúmlega 10.000 orð á 25 síðum. Miðað við að útgáfan sem ég sendi á kennarann á mánudaginn var 5.800 orð virðist ræpa vikunnar hafa verið þónokkur (að vísu var ég búinn að skrifa eitthvað sem ég ekki sendi honum en er núna búinn að skeyta inn).

Þekkjandi sjálfan mig á ég síður von á því að ég skeri niður heldur en hitt. Ætli skýrslan endi ekki í að minnsta kosti 11.000 orðum af tækniþvaðri.

Guð hjálpi okkur öllum.

Næst á dagskrá er að lesa allt draslið í samhengi, búa til yfir- og undirkafla og byrja að snurfusa uppsetninguna.

Fyrir dugnaðinn ætla ég að verðlauna sjálfan mig með því að kíkja aðeins út úr húsi í kvöld. Ég ætla að smygla mér með Tóta og Auju í partí uppi á Austurbrú. Sem betur fer kannast ég við gestgjafana þannig að þetta ætti ekki að verða eins pínlegt og ella væri hætta á.

En nú er málið að skjótast í bleyti og koma sér svo í metróinn.


< Fyrri færsla:
Jólagjafainnkaupaleiðangur
Næsta færsla: >
Teiti, víg og ástríður
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry