Í góðum félagsskap

Eftirfarandi tenglar vísa á YouTube vídeó, þau ættu að opnast í öllum vöfrum, en gætu tekið tíma að opnast á hægum tengingum.

Þótt ég vilji ekki vera að monta mig, þá vona ég að ég sé nú þegar orðinn betri en þessi gaur.

Ætli ég sé ekki á svipuðu stigi í fiminni og þessi elska.

En þegar við Óskar verðum búnir að safna fleirum í grúppuna getum við tekið meistara Nirvana (döpur hljóðgæði).

Mekka ululeleleikara? Ekki spurning: Digswell UK. Þangað ætla ég sko þegar ég verð stór.

Þegar ég verð orðinn gamall og svarthvítur verð ég kannski orðinn svona fær.

Hér er svo maður sem leggur tjáningu í leikinn (þótt hann synki ekki alveg hljóðið við hreyfingarnar).

Og ukulele virðist meira að segja líka vera til fyrir fatlaða.

Að lokum er svo eitt ukuleleríókí-myndband (ukulele-karíókí) - verst hvað lagið er leiðinlegt...

Þetta er ekki amalegur félagsskapur.


< Fyrri færsla:
Ríó í Köben
Næsta færsla: >
Allir vinna alla
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry