D-dagur og E-dagur

Við erum örlítið á eftir áætlun, erum ca. hálfnuð með loka yfirlesturinn þar sem við eltumst við síðustu kommur og umorðanir. Um kvöldmatarleytið vorum við hins vegar bæði punkteruð og ekkert vit í öðru en að halda bara heim og fá sér eitthvað að borða.

Planið er svo að hittast eldsnemma í fyrramálið, og vera búin að lesa allt í gegn og færa inn lagfæringarnar fyrir hádegið, þannig að við getum byrjað að prenta út eftir matinn.

Ég hef ekki prófað að gera word-count á skjalinu, en það er komið í 97 síður (án viðauka) þannig að yfirlesturinn tekur smá tíma.

Þetta ætti samt allt að hafast (og atriðin sem við erum að rekast á eru í raun smáatriði - aðallega bara að hafa allt eins pottþétt og hægt er).

Við erum með á milli 50 og 60 myndir, þannig að stór hluti af þessum síðum þarf að prentast út í lit. Það verður því eitthvað dund að prenta út öll 5 eintökin og púsla saman.

Við erum svo að spá í að fá fjölritunarstofu til að gorma dýrðina inn, en það ræðst af því hversu tímanlega við verðum á ferðinni með þetta allt saman.

Það verður a.m.k. spennandi dagur á morgun :)

Prófdagur

Prófið verður svo föstudaginn 15. september og því bendir allt til massagleði á Fredagsbarnum það kvöld.

Nánar um það þegar nær dregur.


< Fyrri færsla:
Enn með lífsmarki
Næsta færsla: >
Búin að prenta
 


Athugasemdir (3)

1.

Jón H reit 30. ágúst 2006:

Sendi baráttukveðjur

2.

Jón H reit 30. ágúst 2006:

Sendi baráttukveðjur

3.

hildigunnur reit 31. ágúst 2006:

toj toj :-)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry