Hugleikur segir sögur

Smá plögg. Gefum póstlistakerfi Hugleiks orðið:

Önnur kjallaradagskrá vetrarins verður sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 5. nóvember og fimmtudaginn 9. nóvember.

Einu sinni var... heitir dagskráin að þessu sinni og er afrakstur námskeiðs sem Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving hafa kennt hjá Hugleik á síðustu vikum. Sýningin er spunnin úr gömlum örlagasögum sem þátttakendurnir tólf segja úr eigin umhverfi, og krydduð með tónlist, ýmist fornum stefjum eða tónlist sem tengist sögunum sem sagðar eru.

ATHUGIÐ að sýningar hefjast klukkan 20.00, ekki kl. 21.

Almennt miðaverð er kr. 1.000 og miðapantanir eru á www.hugleikur.is

Sjálfur ætla ég klárlega að skella mér annað hvort kvöldið, enda held ég að afraksturinn af þessu námskeiði geti ekki annað en verið bráðskemmtilegur.

Umrætt námskeið er sem sé námskeið þeirra skötuhjúa í sögumannslistinni. Þátttakendur voru flestir ef ekki allir skemmtilegir sögumenn fyrir, þannig að þetta er eitthvað til að hlakka til - sérstaklega ef ég skil hugmyndina rétt að menn segi sögur af sjálfum sér.

(Ég var ekki alveg viss hvernig ég ætti að neimdroppa því inn hér að ég hafi spilað fótbolta með/móti Benna í Fælledparken nokkrum sinnum, þannig að ég ákvað að sleppa því bara.)


< Fyrri færsla:
Í öðrum fréttum
Næsta færsla: >
Tylkinning og fylgiskjöl
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry