Alltaf í göbbunum

Samkvæmt hefð var framkvæmt nördalegt aprílgabb hér á thorarinn.com, eins og sjá má á síðustu færslu.

Í henni er reyndar ekki öllu logið, því vefurinn var færður milli gagnagrunna og lykilköll hættu að virka. Það sem var ósagt látið var hins vegar að á laugardagskvöldinu sat ég sveittur við, ekki bara að laga gagnagrunnsköllin heldur að búa til nýjar villur.

Til að spara mér verkið breytti ég nokkrum línum hingað og þangað, þannig að öllum færslutitlum var sjálfkrafa "spegilvent" áður en þeir birtust, auk þess að búa til nýtt stílblað með spegilventum myndum. Að auki bjó ég til "gervi-forsíðu" sem leyfði mér að krukka meira í textum (t.d. í hliðardálkum) með lágmarksfyrirhöfn.

Sú forsíða hefur verið sett í gabbsafnið.

Ég vissi fyrir að þetta yrði nokkuð fyrirhafnarsamt gabb, en það auðveldaði ekki verkið að þurfa að vera að laga það sem fyrir var á meðan ég stóð í að rugla. En nú ætti allt að vera farið að virka í öllum aðalatriðum, helst spurning hvernig gengur með aðsóknarteljarann - ég hef grun um að ég þurfi kannski að snurfusa hann dálítið.

Það eru engar skráðar heimildir um það hversu margir féllu fyrir gabbinu, en nokkrir (tölvureyndir) hafa viðurkennt að hafa velt því dálítið fyrir sér hvernig þetta gæti eiginlega gerst.

En fyrir sögufíklana er hér yfirlit yfir:


< Fyrri færsla:
kiets í tllA
Næsta færsla: >
Heilsufar teljara betrumbætt
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry