Bókafíknin grípur grúskarann

Ég stend mig að því að langa rosalega mikið að kaupa mér grúskbækur á Amazon. Það er orðið allt of langt síðan ég eignaðist nýja nördabók...

Nýjasta afsökunin fyrir því að þurfa nauðsynlega að kaupa mér grúskbækur er sú stefna að færa bakvirknina á thorarinn.com úr PHP 4 í PHP 5 með hlutbundinni uppbyggingu. Til þess þarf ég alveg bráðnauðsynlega að kaupa eins og eina eða tvær bækur. Ef amazon.com skyldi nú bjóða tvær þeirra saman á pakkaverði telja þær varla nema sem ein, eða hvað?

Ég á erfitt með að réttlæta það að láta vinnuna fjárfesta í PHP bókum, þar sem við erum Java-sjoppa. Hins vegar þykist ég hafa rekist á nokkrar bækur sem huxanlega gætu nýst í vinnunni (og ég gæti þá fengið lánaðar).

Alex vantar örugglega einhverjar fræðibækur fyrir sín ritgerðarskrif (nú eða spennandi prjónabækur) þannig að það er aldrei að vita nema maður geti safnað saman í bókastafla sem réttlæti pöntun.

Helst í sigtinu

Viðvörun: Eftirfarandi eru allt tölvubækur.

Síðustu 4 sé ég sem forvitnilegar bækur sem ég reyni kannski að plata vinnuna til að kaupa (ein þeirra gæti meira að segja verið til á Snorrabrautinni) og kíki sjálfur í við tækifæri.

Alvöru bókabúðarleiðangur

Sem minnir mig á það að við Alex röltum gegnum Eymundsson í Austurstrætinu um daginn og það minnti mann á að maður gerir allt of lítið af því að heimsækja bókabúðir og blaða í einhverju spennandi á kaffihúsinu.

Verst að bækur í líkingu við þær í ofantöldum lista fást ekki nema í Bóksölu Stúdenta, og ekki endilega allar. Enda held ég að þær séu fæstar áhugaverðar til kaffihúsalesturs...


< Fyrri færsla:
Myndir frá Köben
Næsta færsla: >
Einkenni umferðarbjána: bremsuljósin?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry