XP versus Vista

Ég var að þvælast á tæknisíðum New York Times og rakst meðal annars á greinina Sending an S O S for a PC Exorcist sem segir frá raunum eiganda með glænýja tölvu.

Hann fær sérfræðing til sín sem eftir ítrekaðar rannsóknir endar með því að formata tölvuna og setja stýrikerfið upp á nýtt:

John claimed he begrudged having to bill me so much. “We would have made a lot less money off you if you’d come to us and asked what to buy before you decided on the Dell Inspiron 1720,” he said. “I’m not a big fan of new operating systems like Microsoft Windows Vista because you get software bloat. They do some remarkable things. But they also have too many processes going on at the same time, and they often make needless and confusing changes in the way their features are presented.”

In retrospect, John advised, I should have bought a cheaper, simpler computer. “The Microsoft Windows XP you have in your old Toshiba laptop is a much better-known operating system that’s much easier for us to fix,” he said.

Ég er svo sem ekkert að fara að skipta yfir í Vista, en sá dagur færist sífellt nær að ég taki þriggja ára gömlu IBM laptop vélina mína í allsherjar yfirhalningu, enda er hún farin að vera leiðinlega hæg á köflum. Það kemur ekkert annað til greina en að setja aftur upp XP á henni, en bæði vex mér aðeins í augum hversu seinlegt það er og svo eru örfá forrit sem ég þyrfti að verða mér úti um í ekki fyllilega kosher útgáfum (án þess að ég fari neitt nánar út í það hér).

Ég tek mér einhvern tíman langan vel undirbúinn dag í að heilaþvo Surtlu litlu og endurbyggja að nýju, en ekki alveg á næstunni.


< Fyrri færsla:
Loxins skondinn Cleese
Næsta færsla: >
Makki í megrun
 


Athugasemdir (2)

1.

hildigunnur reit 11. febrúar 2008:

heh, ef þú vilt ekki kaupa þér makka, þá mæli ég með ubuntu...

2.

Þórarinn sjálfur reit 11. febrúar 2008:

Ég á reyndar makka líka, gríp í þá til skiptis. Svo lengi sem ég lendi ekki í einhverju óvæntu við að enduruppsetna Surtlu mun XP alveg duga mér eitthvað áfram.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry