Gleðilega rest
03. janúar 2004 | 0 aths.
Þá er maður kominn aftur suður og fríið brátt á enda. Af tæknilegum orsökum gat ég ekki uppfært vefinn þegar ég var fyrir austan en er nú sestur aftur við lyklaborðið.
03. janúar 2004 | 0 aths.
Þá er maður kominn aftur suður og fríið brátt á enda. Af tæknilegum orsökum gat ég ekki uppfært vefinn þegar ég var fyrir austan en er nú sestur aftur við lyklaborðið.
05. janúar 2004 | 0 aths.
Ég er sem stendur að færa thorarinn.com á milli hýsingaraðila. Ef þú sérð þennan texta ertu að skoða vefinn í nýju hýsingunni, annars þeirri gömlu ;)
10. janúar 2004 | 0 aths.
Stutt yfirlit yfir atburði undanfarinna daga: Brallið sem ég ýjaði að í síðustu færslunni fyrir jól var að ég fór á samlestra á nýju íslensku leikriti hjá leikfélaginu Hugleik. Missti af fyrsta lestrinum en kom á annan og las þá hlutverk vitgranns íslensks leyniþjónustumanns (hálft leikritið eða svo). Laugardaginn sem ég kom aftur var svo þriðji lestur og í framhaldi af því skipað í stærstu hlutverkin.
11. janúar 2004 | 0 aths.
Í dag fór ég í snemmbúið afmæli til Margrétar systur, var boðið hlutverk í rússneskum sirkus, fór í heimsókn upp í Breiðholt og tók til á myndasíðum Vilborgar. Ekki verða nein háfleyg lokaorð að þessu sinni.
18. janúar 2004 | 0 aths.
Í dag var skúrað. Þá er ég að meina alvöru skúringar; rokk undir geislann, svitabolur, húsgögnum rutt úr vegi, ábreiður viðraðar og þvegnar, stofan endurskipulögð og telitu skolvatni sturtað niður. Það er ekki það oft sem alvöru skúringar eru stundaðar hér á mínu heimili (hins vegar moppað reglulega) og því er full ástæða til að færa það í annála hér.
26. janúar 2004 | 0 aths.
Bókin DaVinci Code er bók djöfulsins! Ekki svo að skilja að hún sé illa skrifuð eða málsvari myrkrahöfðingjans, þótt vissulega sé tæpt á ýmsum trúarlegum málum. Þvert á móti er hún svo helvíti góð að hún fór alveg með helgina hjá mér.