febrúar 2004 - færslur


Súngið í skóginum

Hafi ég ekki tekið það fram áður þá er verkið sem Hugleikur er að æfa núna (og ég með) gamanleikur með söngvum. Því fylgir óhjákvæmilega þetta með söngvana og í tilefni þess var haldin söngæfing síðastliðinn laugardag. Þeim lesendum sem þekkja til sönghæfileika minna (eða skorts þar á) til hrellingar uppljóstrast hér með að ég ljái rödd mína í 4 sönglögum!

Bréf til þáttarins

Þættinum hefur borist bréf frá dyggum hlustanda lesanda. Í bréfinu bendir bréfritari, sem er að norðan, á að bagalegt sé að ekki skuli vera virkur tengill á netfang undirritaðs hér á þessum vef. Einnig bendir bréfritari á að undirritaður standi sig illa í stykkinu varðandi kynningar á leikriti því sem æft er, því þótt títtnefnt sé hafi enn ekki komið fram nafn þess.

Klámhundar og róbótar tíðir gestir

Við flutninginn á hýsingunni yfir til lunarpages.com fékk ég aðgang að ítarlegum skráningum og greiningum á umferð. Nú rúmum mánuði síðar er komið marktækt úrtak og verður þessi sjálfhverfa færsla því helguð tölfræði heimsókna á vefinn.

Stund millum stríða

Þá er farið að grilla í frumsýningarhelgina (frumsýnt verður 28. febrúar) og við komin í Tjarnarbíó með okkar hafurtask.

Dansandi og syngjandi efnafræðingsgrey

Detta mér nú allar dauðar lýs, sín á hvora öxl... Ekki nóg með að mér sé ætlað að syngja fjögur lög á títtnefndri leiksýningu, heldur fór æfingin í gærkvöldi að stórum hluta í kóreógrafíu, þ.e. að æfa "danshreyfingar".

Takandi tönn og kafinn önnum

Þá fer að nálgast frumsýningu, 3 æfingar til stefnu og svo generalprufa á föstudaginn. Eins og vera ber tekur sýningin stórstígum framförum hjá okkur þessa dagana. Sviðsmyndin er orðin svotil klár og æfingin í gær fór að miklu leyti í að æfa skiptingar á milli atriða. Það er þó enn fjölmargt sem er ógert og hnífakastarinn er til dæmis ekki kominn með hníf, en treystir á að því verði bjargað fyrir frumsýningu.

Óskammfeilið leikhúsplögg

Enn skal sýningin plögguð, enda geri ég ráð fyrir að einhverjir lesenda hafi hug á að bregða sér í leikhús og sjá sýningu sem er alveg bráðskemmtileg (algerlega óháð minni þátttöku í henni).

Innkoma ársins

Generalprufa á Sirkusnum verður í kvöld og því telst æfing gærdagsins hafa verið lokaæfing. Hún gekk eftir því sem ég best veit ágætlega. Að vísu reyndi ég að haga mér eins og maður mun gera á alvöru sýningum og hélt mig því mest baksviðs og sá ekki allt sem fram fór á sviðinu, eitthvað var um textahik, en það held ég að sé normal þegar komin er smá þreyta í mannskapinn án þess að endurgjöf frá áhorfendum sé komin til að vega hana upp. Með öðrum orðum verður þetta örugglega betra með áhorfendum í kvöld.