Við upphaf sumars

Blessunarlega gekk veðurspá mín frá því í gærkvöldi ekki eftir og hér er búið að vera hið besta veður í allan dag. Ég nýtti að sjálfsögðu tækifærið og svaf út og fór svo í hressingargöngu um hádegisbilið.

Ég þvældist svo heim til Þorfinns og Höllu sem voru á leið í skrúðgöngu með Emblu. Ég ákvað að slást í för og aldrei þessu vant var myndavélin með.

Ég dundaði mér við að "skjóta frá mjöðminni" og því var stór hluti myndanna hálf undarlegur, en nokkrar komu mjög vel út. Embla Þorfinnsdóttir og Andri vinur hennar leika stórt hlutverk í myndum dagsins og hér eru nokkur sýnishorn.

Hundur á leið í skrúðgöngu

"Skyldi ég ná henni?"

Beðið eftir því að leggja af stað

Beðið eftir að lagt sé af stað

Lagt af stað

Vesturbæingar í sólskinsgöngu

Barnavagn í boði Og

Barnavagn í boði Og

Samstillingaræfingar

Samstillingaræfingar á tveimur slám

Fínn dagur!


< Fyrri færsla:
Stutt veðurspá
Næsta færsla: >
Litir, tónleikaflóðið mikla og frítt hagkerfi
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry