maí 2004 - færslur
02. maí 2004 | 0 aths.
Þá er enn ein helgin að fjara út. Sitthvað sem hefur gerst en þó fátt stórvægilegt. Á laugardagskvöldið fékk ég þó símtal þar sem mér var boðið hlutverk í einþáttungi sem ég stefni að því að þiggja. Það verður þá fyrsta hlutverk mitt með Hugleik þar sem ég fæ að segja eitthvað (og hvílík upphafssetning!)
04. maí 2004 | 0 aths.
Eitt af því sem ég hef öfundað pabba minn af í gegnum tíðina er hæfileiki hans til að geta lagt sig næstum hvar sem er, ákveðið að sofa í x mínútur og vakna glaðbeittur að þeim tíma liðnum. Þessi hæfileiki hefur nýst honum vel enda oft sem hann er svefnþurfi vegna læknisvitjana eða útkalla um nætur.
07. maí 2004 | 0 aths.
Ég var að renna yfir aðsóknartölur aprílmánaðar og kem eflaust til með að tína til nokkur áhugaverð atriði úr þeirri yfirferð þegar ég gef mér tíma til. Eitt af því sem hægt er að lesa úr tölunum er hvaða vefir hafa vísað á mig, þ.e. hversu margir hafa fylgt tengli á öðrum vefsvæðum til að komast hingað.
10. maí 2004 | 0 aths.
Einhverntíman verður víst allt fyrst (og sumt síðast) og nú ætla ég að spreyta mig á því að skrifa leiklistarumfjöllun. Ekki ætla ég nú að vera svo kræfur að kalla þetta leiklistargagnrýni, en umfjöllun skal króginn kallast.
12. maí 2004 | 0 aths.
Rétt í þessu var ég að senda sendibréf til útlands í norðanverðri Evrópu. Svör ættu að berast eftir um það bil mánuð og verði þau á ákveðinn veg mun það hafa töluverð áhrif á tilveru mína næstu árin. Meira um það síðar.
14. maí 2004 | 0 aths.
Þótt það sé ekki í samræmi við óopinbera ritstjórnarstefnu þessarar dagbókar að kommenta á blogg annarra (það er svo blogglegt eitthvað). Þá get ég ekki á mér setið að vísa á nýlega "frétt" á mbl.is
16. maí 2004 | 0 aths.
Nú er ég loks búinn að gera löngu tímabæra breytingu á myndasafni Vilborgar frænku og setja inn slatta af nýjum myndum. Það er líka viðeigandi þessa helgi þegar prinsessan er nýorðin hálfs árs.
19. maí 2004 | 0 aths.
Þá er eina vinnudegi þessarar viku lokið og á morgun verður lagt í leikför. Stefnan tekin á einþáttungahátíð í Svarfaðardal á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga, sýndur verður einþáttungurinn Listin að lifa þar sem ég leik kúkalabbann Dúdda; vælukjóa, drykkjuhrút og auðnuleysingja. Verkið sem er eftir alþjóðlega viðurkennt leikskáld dregur upp svipmyndir af samskiptum Didda við konurnar í lífi sínu og varpar ljósi á það hvernig ákveðin atvik í æsku hans móta að öllum líkindum alla hans tilveru uns yfir líkur. (Eða þannig sko...)
23. maí 2004 | 0 aths.
Þá er prýðileg ferð á Norðurlandið að baki, sýningin gekk vel og ég heimsótti fólk og fénað eins og að var stefnt.
25. maí 2004 | 0 aths.
Til þess eru reglurnar að sveigja þær og teygja. Þrátt fyrir að það sé ein af óskráðum ritstjórnarreglum mínum að láta öðrum eftir að fjasa um heimsmálin stenst ég ekki mátið að vísa á grein sem birtist á The Register (af öllum stöðum...)
26. maí 2004 | 0 aths.
Ég bara stóðst ekki mátið að afrita úr frétt mbl.is áður en þeir leiðrétta hana. Eftirfarandi er tekið úr frétt um viðhorf Paul McCartney til ástands mála í Írak:
27. maí 2004 | 0 aths.
Það er hefð fyrir því á íslenskum heimilum að þegar úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu ber að garði hittumst við frændur, slátrum stæðu af flatbökum og þykjumst vera að fylgjast með leiknum.
28. maí 2004 | 0 aths.
Í dag sagði ég upp starfinu mínu.
29. maí 2004 | 0 aths.
Í gær var ég skynsamur og fór snemma að sofa. Ég lá ekki uppi í sófa og horfði á stórmyndina Coyote Ugly í sjónvarpinu frá upphafi til enda og hafði lúmskt gaman af.
30. maí 2004 | 0 aths.
Í tilefni af því að Sigmar bróðir er staddur á landinu ákvað ég að blása til grillveislu fyrir okkur systkinin undir yfirskriftinni "grill ´em all" - þ.e. grilla allt það meðlæti sem mögulegt væri. Aðferðum og afrakstri verður hér lýst í máli og myndum.
31. maí 2004 | 0 aths.
Í blíðunni í gær var ómögulegt að hanga inni við, þannig að mér þótti upplagt að taka skurk í garðinum. En eins og glöggir lesendur vita þá á ég engan garð!