Ekki orð um fjölmiðlafrumvarpið
03. júní 2004 | 0 aths.
Eftir fund í ritstjórn thorarinn.com var ákveðið í leynilegri atkvæðagreiðslu að ekki verði minnst hér einu orði á fjölmiðlafrumvarpið og allt það havarí. Það verður eftirlátið öðrum.
03. júní 2004 | 0 aths.
Eftir fund í ritstjórn thorarinn.com var ákveðið í leynilegri atkvæðagreiðslu að ekki verði minnst hér einu orði á fjölmiðlafrumvarpið og allt það havarí. Það verður eftirlátið öðrum.
03. júní 2004 | 0 aths.
Google rennir stoðum undir að orðið heilatregða sé nýyrði. Það lýsir hins vegar mjög vel afköstum mínum það sem af er degi. (Af tillitssemi við viðkvæma lesendur læt ég ógert að benda á greinileg tengsl við meltingartengt hugtak).
04. júní 2004 | 0 aths.
Ég tók þessa mynd af Ella og Vilborgu síðustu helgi. Mér finnst hún bráðfyndin, en held að hún yrði enn betri með góðum myndatexta. Hér með er því blásið til fyrstu verðlaunasamkeppni thorarinn.com og lýst eftir tillögum að smellnum myndatexta.
08. júní 2004 | 0 aths.
Helgin var bráðskemmtileg, en kannski helst til stutt. Við frændur brunuðum austur um hádegið á föstudegi og vorum komnir á Egilsstaði um áttaleytið. Eftir stutt stopp og baunarétt fórum við út í sumarbústað þar sem ungliðahreyfingin réði ríkjum. Þar var keppt í fótbolta og Pictionary fram eftir nóttu.
09. júní 2004 | 0 aths.
Eins og öllum sjálfhverfum vefritstjórum þykir mér merkilegt ef sannast að ég eigi mér merkilega lesendur. Allra merkilegasti lesandinn í vefheimum nútímans er eflaust leitarvélin Google og af síðustu vegsummerkjum að dæma er hann tíður gestur á thorarinn.com.
09. júní 2004 | 0 aths.
Nú hefur verið lokað fyrir straum tillagna að myndatexta fyrir myndina af þeim feðginum. Hér eru tillögurnar birtar í þeirri röð sem þær bárust.
11. júní 2004 | 0 aths.
Nú er niðurtalning hafin að brottför norður í land. Þar mun ég dveljast í leikskóla í rúma viku. Ég mun klippa á naflastrenginn við gemsann meðan á námi stendur, en þurfi menn nauðsynlega að ná til mín má reyna að senda SMS sem ég reyni þá að svara eftir því sem færi gefast.
21. júní 2004 | 0 aths.
Kominn heim úr Svafvarladalnum. Frábær vika. Vinna núna.
23. júní 2004 | 0 aths.
Eitthvað hafði ég haft um það orð að myndir og annað efni frá Svarfaðardalsdögum væri væntanlegt hingað á vefinn um miðja viku. Enn bólar ekkert á slíku, enda hef ég lítið verið heima eftir vinnu undanfarna daga (og þegar ég kem heim reyni ég að fara snemma að sofa). Hádegishléin í vinnunni hafa undanfarið verið tekin í að sóla sig á svölunum, en nú þegar er skýjað gefst færi á að hripa eitthvað niður.
24. júní 2004 | 0 aths.
Ég tók eitthvað um 220 myndir á Húsabakka, eftir að hafa farið í gegnum þær allar og hent þeim út sem voru hreyfðar um of eða svo undirlýstar að ekki tók því að reyna að bjarga þeim, standa 204 eftir.
25. júní 2004 | 0 aths.
Fór á Deep Purple í gær. Það var ágæt skemmtun, þótt ekki geti ég sagst þekkja mikið af nýrri lögunum þeirra. Þeir eru hins vegar fantafínir mússíkantar, héldu uppi góðri keyrslu og virtust vera að fíla salinn. VIP stúka Flugleiða olli hins vegar vonbrigðum.
27. júní 2004 | 0 aths.
Í gær var með stuttum fyrirvara blásið til Húsbekkískra endurfunda á Næsta bar. Mæting var alveg þokkaleg miðað við aðstæður og gaman að hitta þá sem mættu. Stemmningin var góð og ég var í hópi þeirra sem einna lengst þraukuðu (a.m.k. mér vitanlega). Ívið fleiri bjórum var slátrað en ég geri svona hversdags og ég var örlítið framlár þegar ég vaknaði. Eftir hefðbundinn fyrstuhjálpar morgunverð (Gatorade, parasetamól, banana, súkkulaði og fjölvítamín) og auka klukkutíma undir sæng við dagblaðalestur reis ég úr rekkju, merkilega hress.
28. júní 2004 | 0 aths.
Álit mitt á fréttaskrifurum mbl.is fer stöðugt lækkandi. Mér finnst maður finna meinlegar (eða aulalegar) villur í ótrúlegu magni frétta. Sumt eru villur sem greinilega stafa af copy/paste vinnubrögðum, annað virðist stafa af hreinni fáfræði (svo ég tali nú ekki um málfræði og stafsetningarvillur).
28. júní 2004 | 0 aths.
Hér verður gerð tilraun til að gefa nasaþefinn af dvölinni að Húsabakka í leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Eflaust gleymi ég ýmsu og fer frjálslega með annað, en þannig er það nú bara. Ég ætla að áfangaskipta verkefninu og mér sýnist að þetta verði að lokum fjórir kapítular, en lokatala á eftir að koma í ljós.
30. júní 2004 | 0 aths.
Það sem af er viku hefur verið nokkuð tíðindalítið, en þó ekki. Við systkin fórum í vel heppnaða veislu til fertugrar móðursystur á mánudagskvöldinu. Þar vantaði reyndar Ella og fjölskyldu sem voru á leið heim úr veiðiferð. Á þriðjudagskvöldinu brunuðum við systkinin því í kvöldmat í Hafnarfirðinum annað kvöldið í röð og snæddum aflann, listilega matreiddan með mangó-chutney og hnetum.