Dag(bókar)draumar og væntingar

Ég stend sjálfan mig að því að langa að koma afskaplega mörgu í verk, en ég veit ekki hvort það er allt jafn raunhæft, enda á tíminn það til að svíkja mig (eða er það letin sem kemur mér í koll?)

Það er ýmislegt sem mig langar að skrifa um í dagbókina, aðallega um upplifanir mínar og athuganir á daglegu lífi í Danmörku. Mig langar líka að koma meira af ljósmyndunum sem ég hef verið að taka undanfarið á vefinn. Þá er ég að gæla við þá hugmynd að skrifa smá pistil í "skólablað" háskólans sem kemur út á vefnum annan hvern föstudag um upplifun útlendings á skólanum (og nota tækifærið til að tuða aðeins í leiðinni). Loks langar mig að komast eitthvað áfram með tiltekt og endurskipulagningu á thorarinn.com - en til þess þarf ég m.a. að taka smá tíma í að koma MySQL almennilega í gang á Surtlu og gera enn eina tilraunina til að finna út úr því hvernig í andsk. ég fæ mod_rewrite til að virka á Apachenum. Að ógleymdum nokkrum textum sem brotist hafa um í kollinum á mér og er löngu kominn tími á að koma á harðan disk.

Ofantalið má kalla eins konar verkefnalista næstu vikna (fyrir utan verkefni skólans auðvitað). Fyrsta skref í því að saxa á listann verður fyrsta færslan af nokkrum í nýjum greinaflokki sem hlotið hefur nafið "Danir..."

Annað skref verður svo að sýna sjálfsaga og passa að skammta sér tíma í Hitman...

PS. Kom á hjóli í skólann í morgun, tókst slysalaust.


< Fyrri færsla:
Danir... vakna of snemma
Næsta færsla: >
Danir... hjóla
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry