nóvember 2004 - færslur


Forvirret

15. nóvember á ég að vera búinn að skrá mig í grúppu fyrir fjögurra vikna verkefni sem vinnast skal fram undir 17. desember. Í dag er undirbúningsdagur fyrir það, sem þýðir að haldinn var um klukkutíma kynning á tækniatriðum og ýmsar ábendingar. Síðan var boðið upp á samlokur og kaffi í miðrýminu og leiðbeinendur standa við borð og spjalla við áhugasama. Hugmyndin er að menn komist í tengsl við leiðbeinendur og samnemendur. Ég er hins vegar áttavilltur og kolruglaður.

Íbúðin laus - aftur

Nú er leigjandinn minn búinn að segja upp leigunni vegna breyttra aðstæðna. Leigusamningurinn fellur því úr gildi 1. febrúar, en nýr leigjandi gæti hugsanlega flutt inn fyrr. Hér með er því auglýst eftir nýjum leigjanda að þriggja herbergja íbúð á besta stað í Vesturbænum á góðum prís.

Vantar þig Íslending?

Það er enn ekkert fast í hendi með verkefni fyrir verkefnamánuðinn, þannig að í gær sendi ég út auglýsingu á samnemendur mína (þ.e. sem byrjuðu með mér í haust) undir áðurnefndri fyrirsögn. Ég hef því formlega falboðið mig og mína hæfileika. Hef þegar fengið þrjú svör í tölvupósti, en spurning hvort einhver býður í mig á barnum í kvöld?

Feðgahelgi

Pabbi og Sigmar voru hér í Køben um helgina. Sigmar er farinn aftur norður í land, en pabbi verður á námskeiði út vikuna. Heilt á litið var þetta prýðileg helgi og við náðum að gera flest það sem okkur langaði - þrátt fyrir að prógrammið væri að mestu leyti spunnið af fingrum fram.

Mánudagur lítilla afreka

Heldur hefur þessi mánudagur farið fyrir lítið. Ég þvoði þó þvott fyrir hádegið og er búinn að þrengja mögulega fjögurra vikna valkosti niður í tvo. Mun funda um þá báða á morgun og vonandi fara línur þá að skýrast.

Minns er kannski á réttum stað?

mbl.is segir: "Svíar eru ekki lengur í efsta sæti meðal þeirra þjóða sem fremstar eru í upplýsingatækni. Við hlutverki þeirra hafa Danir tekið, samkvæmt könnun sem greiningarfyrirtækið IDC hefur gert meðal 53 landa."

Birti snarlega til

Mikið agalega er nú notalegt að geta leyft sér að liggja í rúminu í 2 klukkutíma aukalega - bara af því að mann langar til þess. Auðvitað hefði ég átt að sýna meiri sjálfsaga og hafa mig fram úr þegar klukkan hringdi (fyrst) - en mikið sem þetta var dejligur morgunn.

Skólaframtíðarpælingar

Í dag birtist listinn yfir kúrsana sem kenndir verða á næstu önn. Ég er búinn að vera að grúska aðeins í kúrsalýsingum og sé fram á skemmtilega flóknar ákvarðanir.

Merkilegt...

Nú sit ég allt í einu uppi verklaus á þriðjudegi (sem venjulega er stífpakkaður frá morgni til kvölds). Ekki svo að skilja að ég eigi frí í dag, heldur lauk tölvuleikjaæfingum óvenju snemma - ég er búinn að lesa tölvupóstinn minn og hef enn eina klukkustund og førre mínútur fram að PHP fyrirlestri. Þar sem ég er ekki með Surtlu blessaða með mér get ég ekki unnið í neinu beinlínis hagnýtu (nema ég tæki 15 mín. í að hjóla heim og hingað aftur - sem væri allt of gáfulegt).

Stundum gleymi ég...

Stundum gleymi ég því að lýst var yfir stríði á hendur íröksku þjóðinni í mínu nafni og að enn er daglega verið að drepa fólk fyrir mína hönd.

Fyrirlestraannarlok

Dagbókarfærslur mínar undanfarið hafa verið óttaleg þunnyldi, enda lítið markvert skeð. Nú er hins vegar komið að ákveðnum vendipunkti, 12 vikna fyrirlestrahluta annarinnar er lokið og nú tekur fjögurra vikna verkefnatörn við. Í flestum kúrsum þarf að skila einhvers konar ritgerð eða skýrslu og það var skiladagur á föstudaginn í öllum fögum og mikið puðað á lokasprettinum.

Danir... selja ekki parkódín í apótekum

Ég veit ekki hvað veslings afgreiðslustúlkan sem í gær afgreiddi mig í apóteki á Amagerbrogade hélt um mig. Ég bað í sakleysi mínu um parasetamól og parkódín, enda undir það búinn að þurfa kannski að kljást við magaeymsli næstu dagana. Parasetamólið fékk ég án vandræða en málin flæktust heldur þegar kom að parkódíninu.

Athugasemdakerfi til prófana

Í PHP kúrsinum mínum hef ég undanfarið dundað mér við að forrita athugasemdakerfi ætlað á thorarinn.com. Til að forðast spammflóð og halda stjórn á mannskapnum krefst kerfið þess að nýjir notendur staðfesti að þeir séu mannlegir og hafi gefið upp gilt netfang.

Bræðraratleikur

Elli var hér í Danmörku í stuttri vinnuferð í síðustu viku og við ákváðum að reyna að hittast stuttlega seinnipart fimmtudags áður en hann skilaði bílaleigubílnum á Kastrup. Úr þeim hittingi varð ný tegund af ratleik, svokallaður bræðraratleikur sem fer svona fram:

Soldið bissí

Nú myndi ég skrifa langa og ítarlega færslu um átveislur og dansafrek helgarinnar - en er soldið upptekinn. Eftir hálftíma byrjar gestafyrirlestur Steve Outing um niðurstöður Eyetracking tilrauna. Strax á eftir honum er svo annar fyrirlestur með Christina Wodtke, vefspíru (sem ég veit ekki hvað mun fjalla um). Svo er verkefnavinna, aðstoðarkennsla, tiltekt, fataþvottur og...

Enn bissí

Fyrirlestrarnir í gær voru áhugaverðir, sérstaklega var Christina Wodtke mjög skemmtilegur fyrirlesari og hélt snarpa og skemmtilega tölu um framtíðarviðfangsefni Information Architecture. Nú er ég að koma af maraþon vídeófundi með ráðgjafa okkar í Vores øl verkefninu og er á leið heim til móts við myntvaskið til að ráða niðurlögum óhreinatausstaflans.