Forvirret

15. nóvember á ég að vera búinn að skrá mig í grúppu fyrir fjögurra vikna verkefni sem vinnast skal fram undir 17. desember. Í dag er undirbúningsdagur fyrir það, sem þýðir að haldinn var um klukkutíma kynning á tækniatriðum og ýmsar ábendingar. Síðan var boðið upp á samlokur og kaffi í miðrýminu og leiðbeinendur standa við borð og spjalla við áhugasama. Hugmyndin er að menn komist í tengsl við leiðbeinendur og samnemendur. Ég er hins vegar áttavilltur og kolruglaður.

Af þeim tillögum að verkefnum sem hanga uppi er ekkert sem heillar mig. Af þessum þremur kúrsum sem ég tek á önninni er það einna helst í tengslum við tölvuleikjaspeki sem ég hefði áhuga á að vinna fjögurra vikna verkefni, en það er ekki auðvelt að festa hendi á hvers eðlis það ætti að vera.

Ég ætla að gera tilraun til að snakka mig inn í eitthvert hópverkefni í tölvuleikjaspekitímum á morgun. Ef það tekst ekki verður gripið til einhvers konar panikktilburða.

Ég vona bara að mér takist að finna spennandi grúppu og spennandi verkefni. Annars er hætt við að þessar fjórar vikur reyni all verulega á þolrifin.

En nú er ég loksins (7 vikum eftir að Vísakortið var straujað) kominn með yfirdýnu á rúmið þannig að það ætti a.m.k. að fara vel um mig þegar ég græt mig í svefn í kvöld :)

Uppfært: Skömmu eftir að ég hafði birt þessa færslu kom plan B upp í hendurnar á mér. Vottur að góðri grúppu sem hefur áhuga á einhverskonar PHP verkefni. Gæti reynst ágætur kostur.


< Fyrri færsla:
Dagurinn sem hvarf og tíminn sem vannst
Næsta færsla: >
Íbúðin laus - aftur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry