febrúar 2005 - færslur
01. febrúar 2005 | 0 aths.
Í dag sendum við verkefniskennaranum okkar tölvupóst og báðum um rökstuðning fyrir valinu á prófdómaranum í gær (prófessor í listasögu við Århus!) og einkunninni okkar. Það er fyrsta skrefið í átt að hugsanlegri formlegri kæru.
01. febrúar 2005 | 0 aths.
Ef ég væri skráður í aðdáendaklúbb Manchester United væri mér örugglega sparkað ef upp kæmist að ég missti af leiknum sem var að ljúka. Ég hafði velt því fyrir mér að fara upp á meginland og horfa á hann á sportsbar, en nennti ekki þegar til kom. Á móti fengi ég kannski nokkur stig í nördaklúbbi fyrir að klára að horfa á LOTR III í staðinn.
02. febrúar 2005 | 0 aths.
Nú var að detta inn einkunn úr síðasta prófinu mínu, sem var reyndar fyrsta prófið sem ég tók; PHP kúrsinn. Ég hafði vonast til að fá góða einkunn þar og 11 er ég mjög sáttur við.
03. febrúar 2005 | 0 aths.
Eftir að hafa opinberað fyrir alþjóð króníska talnafælni mína og kvíðaköst henni fylgjandi í matarpöntunum í grein í skólablaði ITU, kom lox að því í gærkvöldi að tyrkneskir vinir mínir á Pizza Latini misheyrðu hjá mér pöntun.
04. febrúar 2005 | 0 aths.
Til gamans hef ég notað tækifærið við flutninginn út til að prófa að safna hári ("þar sem enginn þekkir mann..."). Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að neinum að ég sé kominn með sítt hár, en þar sem ég er að upplagi með þétta hársrót er ég kominn með helvíti mikið hár. Mun meira en ég hef verið með áður, með ófyrirséðum vandræðum við að halda því í skefjum.
05. febrúar 2005 | 0 aths.
Hið virta The Onion (America's Finest News Source) veltir í nýjustu útgáfu vefrits síns fyrir sér hvaða tækninýjungar uppáhaldsleitarvél flestra vefnotenda, Google muni kynna á árinu 2005. Þar kennir ýmissa fróðlegra grasa.
05. febrúar 2005 | 0 aths.
Eins og góðum fyrirsögnum sæmir er þessi alveg á mörkum þess að vera lygi, en það er a.m.k. staðreynd að hárspennurnar sem ég var með í veislunni í gær vöktu athygli. Á leiðinni í veisluna fékk ég nokkur forundruð augnatillit gangandi vegfarenda og fyrsta kommentið þegar ég mætti á staðinn var að aðgangseyriskrefjandi lýsti því yfir að þetta væri "versta hair-do ever". Félagi hans var hins vegar ósammála og fékk vart vatni haldið af hrifningu.
07. febrúar 2005 | 0 aths.
Svona rétt áður en brestur á með fullum þunga nýrrar annar (sem gerist líklega núna í vikulokin) er ég að rembast við að snurfusa og uppfæra undirstöðurnar hér á thorarinn.com (einu sinni sem oftar) og verður satt best að segja lítið úr verki. Vandamálið er að ég ætla að gera allt of margt í einu...
08. febrúar 2005 | 0 aths.
Fyrirsögn dagsins er tilvitnun í fyrrum lærimeistara minn, Sverri Pál, sem strangt til tekið kenndi mér aldrei neitt svona formlega en er óneitanlega ein af lykilpersónum í skólagöngu allra MA-inga. Þessi orð lét hann á lyklaborð falla um íslenska knattspyrnulýsendur.
09. febrúar 2005 | 0 aths.
Ég er að hlusta á P3 útvarpsstöðina (streymandi frá DR). Þar var rétt í þessu að koma innslag með brandara á kostnað Michael Jackson sem ég mátti til með að skrifa niður:
10. febrúar 2005 | 0 aths.
Eftirköst hlaupa minna í fyrradag ollu miklum vonbrigðum, ég fékk enga strengi. Fyrir vikið reyndi ég að taka aðeins betur á því í hlaupinu í morgun og er ekki frá því að það hafi tekist. Að vísu er sjálfsaginn ekki meiri en svo að rigningarlegt veðurútlitið dró aðeins úr hlaupaáhuganum og seinkaði brottför. Þegar til kom var veðrið prýðilegt niðri á götuhæð, smá úði en frekar hlýtt miðað við kulda nýliðinna daga.
12. febrúar 2005 | 0 aths.
Fyrir þá lesendur sem aldrei hafa lifað á mötuneytisfæði er kannski rétt að útskýra fyrirbærið bixímat sem er í grunninn til kjöt(afgangar) og kartöflur, brytjað smátt, pönnusteikt, kryddað og borið fram með spældu eggi og mikilli tómatsósu. Uppruni kjötsins er alltaf töluverð ráðgáta og bixímatur vill oft minna á eins konar pönnusteikt bland í poka.
13. febrúar 2005 | 0 aths.
Heldur hefur þetta verið tíðindalítil helgi. Ég hef að mestu haldið mig heimavið og þóst vera að saxa á lærdóminn. Útlitið var þó ekki gott þegar ég uppgötvaði um hádegið á laugardeginum að ég hefði týnt bakpokanum mínum.
14. febrúar 2005 | 0 aths.
Hér með er opinberað að Vilborg frænka mín er farin að ganga. Reyndar er það bara hæfileiki sem hún grípur til spari, en hefur þó sannað að hún býr yfir tækninni. Enn sem komið er þykir henni hraðvirkara og öruggara að skríða. Sjá myndir í myndasafni Vilborgar.
14. febrúar 2005 | 0 aths.
Mun seinna en til stóð birtist hér lox ársskýrsla síðastliðins árs. Eins konar úttekt á árinu sem er liðið. Vonandi verður næsta ársskýrsla örlítið tímanlegar í útgáfu.
15. febrúar 2005 | 0 aths.
Þær sækja að mér þriggja stafa skammstafanirnar og ergja mig. Nú sýnist sýnist allt benda til að ég fái reikning frá LÍN áður en ég fæ frá þeim útborguð námslán fyrir þessa önn! Ég er ekki búinn að skapa mér mynd af því hvert samfarir mínar og VSK kerfisins munu leiða, en er nokkuð viss um að þær munu valda mér áframhaldandi heilabrotum og martröðum í svefni sem vöku.
15. febrúar 2005 | 0 aths.
Næstkomandi föstudag verður yfirgnæfandi hlutfall okkar systkinanna statt hér í danskri höfuðborg. Margrét er á leið í "menningarferð" að heilsa upp á vinkonur sínar og rifja upp kynnin við danskt öl (ef ég hef misskilið hana rétt). Elli á vinnuerindi til Þýskalands og millilendir í Köben á leiðinni til baka.
15. febrúar 2005 | 0 aths.
Einn af þeim vefjum sem ég les nokkuð reglulega (og heimsæki oftar en þörf krefur þar sem hann býður ekki upp á rss þjónustu) er vefur Varríusar. Varríus þessi gegnir í daglegu tali nafninu Þorgeir Tryggvason, uppistandaraslátrari og orðsins altmuligtmand, auk þess að vera formaður Hugleiks.
16. febrúar 2005 | 0 aths.
Hætta að horfa á rómantískar gamanmyndir.
19. febrúar 2005 | 0 aths.
Jón Heiðar vísar á vef War of the Worlds eftir Spilbjarg og Krús, með tilheyrandi stríðurum (teasers). Sjálfur er ég nýlega búinn að rekast á stríðara fyrir Hitchhikers Guide to the Galaxy. Hún lofar ekki síður góðu og ég verð að taka ofan fyrir valinu á leikara til að fara með hlutverk Arthur Dent.
19. febrúar 2005 | 0 aths.
Margrét systir lenti hér í Köben í gær. Elli lenti hins vegar í því á miðvikudag að flugið hans tafðist það mikið að hann hefði ekki náð tengifluginu til Þýskalands og varð að hætta við, hann kemur því ekki alveg á næstunni. Ég hitti Margréti og Thelmu vinkonu hennar í verslanamiðstöðinni Fisketorvet og eftir að komið þeim og farangrinum þeirra til Jóhönnu vinkonu þeirra fórum við Mardí í skoðunarferð um skólann og fredagsbarinn.
20. febrúar 2005 | 0 aths.
Þegar ég var að brasa með áðurnefnt kvikmyndaplakat í gær fannst mér uppbyggingin minna mig á eitthvað vel þekkt plakat, en ég gat ómögulega komið fyrir mig úr hvaða mynd eða hvernig það væri í smáatriðum. Svo í morgun skaut allt í einu niður í kollinn á mér að það gæti verið plakatið með Basic Instinct.
20. febrúar 2005 | 0 aths.
Nýr myndaskammtur af hafnfirsku prinsessunni hefur verið opinberaður. Njótið heil.
22. febrúar 2005 | 0 aths.
Uppáhalds skólabarinn minn var rétt í þessu að skora fullt af rokkstigum. Í tölvupósti sem sendur var á nemendur er auglýst að Meistaradeildarleikjum kvöldsins verður skjávarpað hjá þeim. Ég nenni líklega ekki að fara í kvöld, en fer örugglega annað kvöld þegar mínir menn eiga leik (og ég þarf ekki að mæta eldsnemma í skólan daginn eftir).
22. febrúar 2005 | 0 aths.
Eftir prufuvikurnar er ljóst að ég tek þá þrjá kúrsa sem ég hafði valið fyrirfram. Raunar fór það svo að ég mátaði enga aðra, þeir kúrsar sem ég gat huxað mér að taka voru á sömu tímum og þeir sem ég var ákveðinn í að taka. Þá sem ég hafði upphaflega valið er ég ánægður með og nú verður ekki aftur snúið.
23. febrúar 2005 | 0 aths.
Í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi var varað við snjóstormi miklum sem æddi yfir landið með ógn og eyðileggingu. Á Bornholm væri veðrið skollið á, kominn skafrenningur og búið að kalla út skriðdrekana. Danir virðast ekki vera mikið í snjóbílaeign, en kalla út herinn með brynvarða beltavagna til að sinna sjúkraflutningum og ámóta þegar veður versnar.
23. febrúar 2005 | 0 aths.
Enn bólar ekki á stórhríðinni og mínir menn voru að tapa fyrir AC Milan. Ég tók hressingargöngu yfir í skóla til að kíkja á leikinn, en ekki er nú hægt að segja að stemmningin yfir leiknum hafi verið gríðarleg, við sátum tveir að horfa...
26. febrúar 2005 | 0 aths.
Fyrir um það bil viku lenti ég í brasi með hjólið á leið heim úr skólanum. Keðjan rykktist til með skrölti í gírunum með þeim afleiðingum að það var lífsins ómögulegt að hjóla á því. Ég þóttist vita að þetta væri eitthvað vesen með gírana, en trassaði það að skoða málið. Í gær (fös.) vopnaði ég mig skiptilykli, töngum og skrúfjárnum, tölti niður í hjólakjallarann og brasaði þar við að fínstilla gírana.
26. febrúar 2005 | 0 aths.
Það fer að verða fastur liður að hitta systkini mín í verslanamiðstöðinni Fisketorvet. Fyrir viku mælti ég mér mót við Margréti þar og í dag hitti ég Sigmar. Hann er í helgarferð í stórborginni að hitta vinafólk sitt frá Íslandi.
28. febrúar 2005 | 0 aths.
Frank's Wild Years með meistara Tom Waits var rétt í þessu að renna gegnum iTunes playlistann minn. Byrjunin á þessum ör-blús (sem síðar varð að söngleik!) er alltaf jafn mikil snilld: "Well Frank settled down in the Valley, and hung his wild years on a nail that he drove through his wife's forehead."