Markaður fyrir lífstíð
01. apríl 2005 | 5 aths.
Ég hef aldrei velt því fyrir mér í neinni alvöru að fá mér tattú. Það er að segja ekki fyrr en núna undanfarnar vikur, og þær vangaveltur hafa undið hratt upp á sig.
01. apríl 2005 | 5 aths.
Ég hef aldrei velt því fyrir mér í neinni alvöru að fá mér tattú. Það er að segja ekki fyrr en núna undanfarnar vikur, og þær vangaveltur hafa undið hratt upp á sig.
03. apríl 2005 | 0 aths.
Ég tók mér sólskinspásu frá heimaverkefnum í dag. Brá undir mig betri metrónum og og vísiteraði Frederiksberg. Þar tók ég strikið á Frederiksberg Have og stúderaði mannlífið og smellti laumulega af myndum í gríð og erg. Sólin skein og það var bjart yfir mannskapnum, en gróðurinn á samt enn töluvert í land og í skuggunum var lofthitinn ekki sérlega hár. Meðfylgjandi eru sýnishorn af afrakstri myndatökunnar.
03. apríl 2005 | 0 aths.
Um miðja síðustu viku barst mér merkilegur tölvupóstur. Í viðhengi var listi yfir trúnaðarmenn FÍN á fjölmörgum vinnustöðum sem ég (og aðrir viðtakendur) vorum beðin um að lesa yfir, vegna undirbúnings væntanlegrar atkvæðagreiðslu um kjarasamning við ríkið. Ég var alls ekki að átta mig á því hvers vegna ég fékk eintak, en eftir að hafa grúskað í Excel skjalinu sem fylgdi sá ég að ég er skráður sem trúnaðarmaður á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar!
05. apríl 2005 | 0 aths.
Verkefni dagsins var að útbúa "rissur" að þremur útlitstillögum fyrir vef sædýrasafns. Ég var smástund að komast í gang í morgun, en fótósjoppuvinnan hófst um ellefuleytið. Hádegismaturinn var tvær samlokur snæddar við tölvuna og svo skyndilega var klukkan orðin 7. Án nokkurrar viðvörunar.
06. apríl 2005 | 0 aths.
Hópvinnu dagsins lauk á óvenju kristilegum tíma þannig að klukkan 3 stóð ég allt í einu í næstum óþekktri aðstöðu. Laus um hábjartan dag og ekki nema 3-4 tíma heimavinna framundan. Eftir nokkra umhuxun ákvað ég að nota tækifærið og leysa það vandamál sem ég kýs að trúa að hafi helst hamlað langhlaupum undanfarna daga með því að fara og kaupa mér húfu.
08. apríl 2005 | 0 aths.
Það er náttúrulega soldið undarlegt að skrifa um liðna helgi á föstudegi, en þó ekki væri fyrir annað en að eiga stafræna skráningu á því hvað ég gerði á afmælisdaginn minn (ekki margt) þá verður það hér með gert.
09. apríl 2005 | 0 aths.
Í gær var Funky Fredag á föstudagsbarnum. Það felur í sér að tónlistarstjórn er í höndum skífuþeytara úr hópi nemenda og fyrir vikið er allt önnur stemmningu heldur en þegar gömlu playlistarnir eru við völd. Á fönkið mætti einnig sérleg sendinefnd íslenskra fulltrúa frá DTU til að gera úttekt á byggingunni og okkar útgáfu af föstudagsbar.
09. apríl 2005 | 0 aths.
Í gær hafði ég samband við CIU, sem heldur utan um langstærsta hluta heimavistarúthlutana hér í Köben (ef ekki Danmörku allri). Tilgangurinn að kanna stöðu mína á biðlistanum, enda fer að koma tími til að huga sér til hreyfings.
09. apríl 2005 | 3 aths.
Ég mundi að ég var að gleyma einhverju þegar ég barði saman frásögn af síðastliðinni helgi. Á föstudeginum fyrir viku fór ég nefnilega á mjög skemmtilegan fyrirlestur í BuzzTalk fyrirlestraröðinni, þar sem Preben Mejer frá Innovation Lab spjallaði um hvernig tækni framtíðarinnar mun líta út. Það er margt þar sem rímar við hugmyndir mínar að fjögurra vikna verkefni sem eru smám saman að þroskast og taka á sig mynd.
10. apríl 2005 | 7 aths.
Nú er nýja útlitið búið að vera "lífs" í rúma viku, en beta merkingin hefur ekkert haggast. Það er nú aðallega vegna þess að ég hef ekki gefið mér tíma í að stússast í að snurfusa það sem upp á vantar til að ég verði alveg sáttur.
11. apríl 2005 | 4 aths.
Nú er að bresta á með fjögurra vikna verkefnum og undirbúningsdagurinn fyrir það var í dag. Um sama leyti á síðustu önn sat ég hér (líklega á sömu svölunum) og skráði niður raunir mínar og áttavillu. Í ár er ástandið heldur skárra, en þó eru lykilatriði sem enn eru ekki í höfn.
14. apríl 2005 | 0 aths.
Þá eru ekki nema rétt tvær vikur eftir af önninni og léttur streitubragur að færast yfir skólann. Ég er enn sem komið er nokkuð bjartsýnn á að huxanlega takist að skila þeim þremur verkefnum sem ég á að skila eftir tvær vikur án þess að til teljandi taugaáfalls eða annarra geðtruflana komi. Fyrir því eru þó engar tryggingar.
16. apríl 2005 | 0 aths.
Líkt og lög gera ráð fyrir kíkti maður á föstudagsbarinn þegar verkefnavinnu dagsins var lokið. Þar var prýðileg stemmning, barinn reyndar að mestu tómur en þétt setinn bekkurinn úti í sólinni. Ég sýndi sjálfsstjórn og lét tvo bjóra nægja áður en ég skipti yfir í gosið (eða hvort þeir voru kannski þrír). Mig grunar þó að þeir hafi verið eitthvað göróttir því þeir höfðu grunsamlega mikil áhrif á málfærni mína og hreyfigetu.
17. apríl 2005 | 0 aths.
Á mbl.is í morgun rak ég augun í fyrirsögnina "Herjólfur fékk í skrúfuna í Vestmannaeyjahöfn". Ég sem hélt í sakleysi mínu að Mogginn væri hafinn yfir það að hnýsast í einkamál fólks eins og hvert annað sorprit! Ég hef engan áhuga á að vita hver þessi Herjólfur er, hvað þá hvers konar afbrigðilegt kynlíf hann kýs að stunda í sinni heimabyggð!
18. apríl 2005 | 2 aths.
Mbl.is vísar í dag á könnun Channel Four um bestu poppplötur sögunnar. Ég hef löngum verið meðvitaður um aumkunarvert ástand plötusafnsins míns (á trúlegast um 150-200 geisladiska af ýmsum stærðum og gerðum) og stóðst ekki mátið að bera mig saman við listann.
18. apríl 2005 | 0 aths.
Veraldarvefurinn var hannaður svo heimurinn gæti notið greina á borð við þessa: How to destroy the Earth eftir Sam Hughes. Miklar pælingar og leiftrandi húmor.
22. apríl 2005 | 0 aths.
Thorarinn.com kynnir með stolti nýjar myndir af Vilborgu.
22. apríl 2005 | 0 aths.
Undanfarnir dagar hafa einkennst af löngum dögum í skólanum og þreyttum kvöldum. Þannig hef ég undanfarna tvo daga punkterast um kvöldmatarleytið og ekki verið til námslegra stórræða eftir það.
22. apríl 2005 | 0 aths.
Ég var rétt í þessu að kíkja í gagnagrunninn sem safnar yfirlitum yfir 404 villur á vefnum (þ.e. ef skrá finnst ekki). Tilgangur kíksins var að athuga hversu margir hefðu lent í því að fá villu við það að smella á tenglana í dagbókarfærslunni um nýju myndirnar af Vilborgu (sem voru rangir hjá mér). Þar rak ég upp stór augu, því villurnar voru rúmlega 2900 í stað þess að vera bara nokkur hundruð eins og "venjulega".
22. apríl 2005 | 0 aths.
Undanfarnar vikur hef ég safnað alls konar bókamerkjum á allan fjandann. Nú er komið að tiltekt og hér fer á eftir ýmislegt sem mér þykir í frásögur færandi, í svo til engri skynsamlegri röð. Sumt af þessu hafa lesendur eflaust séð, en mér er til efs að nokkur hafi séð þetta allt. Ég efast þó um að ég nenni að telja allt upp í einu, þannig að þetta verður líklega framhaldsþáttur.
23. apríl 2005 | 0 aths.
Um það bil áratugs gamalt myndband með norskri hljómsveit, Hurra Torpedo, að flytja ofurballöðuna Total Eclipse of the Heart á rafmagnsgítar og heimilistæki, fer nú hamförum í bloggheimum og hefur verið kallað besta tónlistarmyndband sögunnar. Mér finnst það schnilld!
24. apríl 2005 | 0 aths.
Yndisleg smáfrétt á mbl.is í dag um úrslit á Norðurlandamótinu í pípulögnum þar sem Daninn vann, en Norðmaðurinn, Íslingurinn, Svíinn og Finninn voru allir jafnir í öðru sæti! Það hlýtur að vera nýtt met. Ég sé alveg fyrir mér yfirdómarann að störfum:
27. apríl 2005 | 0 aths.
Líkt og vera ber er allt á öðrum endanum í skólanum, enda ekki nema einn og hálfur vinnudagur til annarloka þegar þetta er skrifað á miðvikudagskvöldi. Næstum öllum kúrsum fylgir verkefnavinna og þeim á öllum að skila á síðasta degi annarinnar, á föstudag fyrir klukkan þrú (nákvæmlega). Auðvitað má skila verkefnum fyrr, en þrátt fyrir fögur fyrirheit tekst auðvitað engum að hafa sig í að skila fyrr en í allra síðustu vikunni.
28. apríl 2005 | 0 aths.
Nú sit ég sveittur við að reyna að hemja Word skjal og fá það til að líta út nokkurn vegin eins og ég vil. Gallinn er að það var búið til í hópvinnu og virðist hafa sogað upp allar mögulegar og ómögulegar stílskilgreiningar á tölvum allra í hópnum. Fyrir vikið er stílsúpan ótrúleg og ég hef þá tilgátu að það sé ástæðan fyrir merkilegum atburðum.
28. apríl 2005 | 0 aths.
Þá er klukkan að mjakast í miðnætti. Vöðvabólguhnúturinn milli herðarblaðanna að færast yfir á hættustig, þjófavarnarkerfið búið að fara fjórum sinnum í gang það sem af er kvöldi og prentarar hússins skiptast á um að gefa upp öndina. Lauslega ágiskað eru um hundrað manns dreifðir um bygginguna að strita við að klára það sem klárað verður.
29. apríl 2005 | 0 aths.
Það skjalfestist hér með að klukkan er 03:55 að staðartíma, þrjú eintök upp á 70 blaðsíður hvert eru tilbúin til afhendingar. Útprentunin gekk með algerum eindæmum og það voru líklega yfir 100 síður sem var hent af ýmsum orsökum.