Húsnæðispælingar

Í gær hafði ég samband við CIU, sem heldur utan um langstærsta hluta heimavistarúthlutana hér í Köben (ef ekki Danmörku allri). Tilgangurinn að kanna stöðu mína á biðlistanum, enda fer að koma tími til að huga sér til hreyfings.

Fyrr í vetur hafði ég sent þeim afrit af leigusamingnum mínum til að reyna að sýna fram á að ég væri í ótraustum málum, enda bara með mánaðartryggingu í senn. Sá sem ég spjallaði við sagði mér að ég hefði allt eins getað sent þeim ljósrit af klósettpappír - það hefði komið að sama gagni.

Reyndar orðaði hann það ekki nákvæmlega þannig, en ef ég get ekki sýnt fram á að leigunni hafi verið sagt upp, telst ég vera í öruggu húsnæði og langt í að ég komist að hjá þeim.

Ég þarf því að spá í hvað ég geri. Ég held ég sé ekkert að reyna að halda í herbergið í sumar, enda ætla ég heim á klaka í júlí og ágúst. Það kemur því til greina að semja við Andreas um að græja skriflega uppsögn samningsins og sjá hvort það ýtir við málum hjá CIU.

Í versta falli myndi ég leigja einhverja geymsluaðstöðu undir rúmið og bókakassa í sumar og láta svo reyna á lukkuna næsta haust.

Dugi þetta til að koma mér inn á kollegí er ég alveg til í að borga fyrir leigu þar í sumar og líta á það sem eins konar tryggingargreiðslu fyrir öruggu húsnæði næsta haust.

Sjáum hvað setur...


< Fyrri færsla:
ITU / DTU samanburður - fyrri hluti
Næsta færsla: >
Skyggnst inn í framtíðina
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry