1193 grænar 404-flöskur uppi á vegg...

Ég var rétt í þessu að kíkja í gagnagrunninn sem safnar yfirlitum yfir 404 villur á vefnum (þ.e. ef skrá finnst ekki). Tilgangur kíksins var að athuga hversu margir hefðu lent í því að fá villu við það að smella á tenglana í dagbókarfærslunni um nýju myndirnar af Vilborgu (sem voru rangir hjá mér). Þar rak ég upp stór augu, því villurnar voru rúmlega 2900 í stað þess að vera bara nokkur hundruð eins og "venjulega".

Rannsókn leiddi í ljós að 1193 af þessum villum voru vegna þess að skráin "/look/bluebottom.gif" fannst ekki.

Ég hafði sem sé klikkað á að flytja eina af útlits myndaskránum yfir á vefþjóninn, þannig að hingað til hafa allir fengið brokaða útgáfu af forsíðunni!

Þessu hefur hér með verið kippt í liðinn og blái dálkurinn á forsíðunni endar nú í rúnnuðu horni eins og til stóð, ekki í ferkantaðri grótesku eins og raunin hefur verið síðan nýja útlitið var opinberað.

Vefstjóri lútir höfði í skömm og biður lesendur velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum.


< Fyrri færsla:
Púnkteríngar og sírenuvæl
Næsta færsla: >
Linkasúpa dauðans I
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry