Heimsins besta tónlistarmyndband?

Um það bil áratugs gamalt myndband með norskri hljómsveit, Hurra Torpedo, að flytja ofurballöðuna Total Eclipse of the Heart á rafmagnsgítar og heimilistæki, fer nú hamförum í bloggheimum og hefur verið kallað besta tónlistarmyndband sögunnar. Mér finnst það schnilld!

Myndbandið er úr skemmtiþætti úr norska sjónvarpinu, Lille Lørdag, og er með eindæmum tilkomumikið.

Mitt uppáhald er bakraddafalsettarinn / eldavélarmaskarinn með pípara/bílstjórarass dauðans. Hluti af sjarma myndbandsins er spennan um hvort rassinum takist að sleppa úr viðjum bláu íþróttabuxnanna...

En áður en ég rausa meira, hér er myndbandið:

Total Eclipse of the Heart með Hurra Torpedo.

(Með því að leita á Google má finna lagið á fleiri formum, ef QuickTime er ekki að virka).

Vefur hljómsveitarinnar (eins og sést af myndasafninu virðast heimilistæki vera þeirra tónlistarlegu ær og kýr).

Fyrir kunnuga, þá verður mér huxað mjög sterkt til Húsabakka og vitleysinganna í íslensku áhugaleikstarfi. Það eru svo mörg minni í þessu myndbandi sem vísa í Húsabakkahúmor...

Hér með panta ég íslenska útgáfu af þessu. Eiga Ljótu Hálfvitarnir ekki gamla frystikistu sem hægt er að nota sem bassatrommu?


< Fyrri færsla:
Linkasúpa dauðans I
Næsta færsla: >
Skandinavísk jafnaðarstefna í verki
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry