Stílblað dauðans

Nú sit ég sveittur við að reyna að hemja Word skjal og fá það til að líta út nokkurn vegin eins og ég vil. Gallinn er að það var búið til í hópvinnu og virðist hafa sogað upp allar mögulegar og ómögulegar stílskilgreiningar á tölvum allra í hópnum. Fyrir vikið er stílsúpan ótrúleg og ég hef þá tilgátu að það sé ástæðan fyrir merkilegum atburðum.

Ef ég til dæmis miðjuset eina línu verður allt í einu allt skjalið miðjujafnað. Footnotes á fyrstu síðunum eru allt í einu komin með 5cm bil á undan sér og ég ræð ekki neitt við neitt.

Næsta skref verður trúlega; Select All, Copy, New, Paste Special -> Unformatted Text. Og fara svo handvirkt í gegnum allan lortinn.

Ekki það sem ég nenni að standa í núna, en það er þó skárra en að lenda í þessu um hábjartan dag heldur en einhvern tíman í nótt.

Annars er bjartsýni almennt nokkur, góðar líkur á að það náist að prenta allt draslið út fyrir svefninn. (Sem er auðvitað mjög sveigjanleg tímaskilgreining.)

Uppfært: Mér tókst að grafa upp eldri útgáfu og með 100% molbúavinnubrögðum (að breyta línubili í nokkurn vegin hverri einustu málsgrein handvirkt) tókst að fá skjalið í þokkalegt horf. Ég er meðvitaður um takmarkaða þekkingu mína á Word-stílsniðum, en má ég þá heldur biðja um CSS heldur en þetta helvíti!

En nú eru 4 eintök farin í prentarann. Teningunum er kastað og bara tvö verkefni eftir.


< Fyrri færsla:
Det går fremmad...
Næsta færsla: >
Still standing...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry