maí 2005 - færslur
01. maí 2005 | 1 aths.
Ég veit ekki hvort færslurnar frá aðfaranótt föstudags báru keim af sjálfsvorkun, en það var ekki ætlunin. Fyrir utan tímabil um kvöldið/nóttina þar sem ég var verkefnalaus og hálfleiddist þá var þetta afskaplega sársaukalítið. Eftir annarlokin hafa flestallir í kringum mig haft á orði hvað það sé nú rosalegur léttir að vera búin að skila, þótt ég sé auðvitað fegin að þetta sé búið og hafi gegnið vel er ég ekki að finna fyrir þessum ógurlega létti.
01. maí 2005 | 0 aths.
Ég hef alltaf gaman af því að kíkja í gögnin yfir umferð um vefinn og skoða hvernig gestir hafa verið að finna mig á leitarvélunum. Listinn yfir 20 vinsælustu leitarorðin í apríl er venju samkvæmt fjölskrúðugur.
01. maí 2005 | 3 aths.
Einu gleymdi ég í yfirlitinu yfir atburði annarlokanna. Á aðfaranótt laugardagsins lentum við Hjörtur í tvíliðaleik á móti tveimur baunum í borðtennis. Þetta var í annað skiptið sem ég gríp í borðtennisspaða síðan um fermingu (hitt var líka á fredagsbar). Ég var heldur ryðgaður í reglunum, hafði t.d. steingleymt þessu með að gefnar séu upp fimm uppgjafir í trekk, en tókst að fela það.
02. maí 2005 | 2 aths.
Dugnaður dagsins varð ekki með þeim ágætum sem að var stefnt. Það kann að hljóma undarlega, en ég kenni eldingaveðri að stórum hluta um hvernig áætlanir riðluðust. Þó tókst mér að ná aðalmarkmiði dagsins, að komast í klippingu!
05. maí 2005 | 0 aths.
Í letikasti morgunsins leitaði ég meðal annars að gömlum félaga með hjálp Google og datt svo af rælni í hug að sjá hvar ég stæði í leitarniðurstöðunum. Það er skemmst frá því að segja að thorarinn.com virðist næstum gufaður upp ef leitað er að "Þórarinn", "Þórarinn Stefánsson" eða samsvarandi með enskum rithætti!!! Ó mig auman...
05. maí 2005 | 0 aths.
Núna er liðið á fyrstu vikuna í fjögurra-vikna-verkefna-fasanum (sem hefst að lokinni aðalönninni og lýkur um næstu mánaðarmót þegar prófin taka við). Dugnaður minn hefur verið heldur köflóttur, en miðar þó fram á við frekar en aftur.
05. maí 2005 | 0 aths.
Ég rakst á þessa síðu í dag og stóðst ekki mátið. Ég veit ekki hvort ég uppfylli alveg nördasteríótýpuna eins og henni er lýst þarna, en samt. Stelpur, ég er á leið heim í sumar... með laptoppinn!
08. maí 2005 | 0 aths.
Þegar pabbi hringdi frá Íslandi og byrjaði samtalið á spurningunni "Er nokkuð verið að dissa mig?" vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Í ljós kom að frændur mínir í föðurættina eru flestallir meira eða minna gengnir af göflunum og það að við bræður skulum ekki taka þátt í biluninni eru föðurbræður mínir að reyna að túlka þannig að við séum að dissa gamla manninn.
09. maí 2005 | 0 aths.
Hvað gerir stúdentinn sem er að reyna að koma sér í form og tapa nokkrum kílóum þegar hann verður smásoltinn yfir að brjóta þvott í myntþvottahúsinu? Jú, hann röltir auðvitað yfir í ísbúðina við hliðina og kaupir sér ís. Og af því að það munar næstum engu í verði á því að fá sér tvær kúlur eða þrjár...
10. maí 2005 | 0 aths.
Fyrir tæpri viku barmaði ég mér yfir því að ég virtist vera horfinn af Google, að því er virtist án sýnilegrar ástæðu. Í morgun rakst ég á ábendingu um að ganga úr skugga um að robots.txt skráin virkaði örugglega til að Google gæti lesið vefinn snuðrulaust. Ég sló því inn slóðina að robots skránni minni og rak upp stór augu!
11. maí 2005 | 0 aths.
Það er í tízku núna að setja upp spurningalista og kanna hversu vel vinir og kunningjar þekkja mann. Ég hef löngum verið gefinn fyrir að elta straumana og hef því gert eins og allir hinir og skellt upp tíu miskvikindislegum spurningum.
12. maí 2005 | 0 aths.
Getraunin ógurlega sem ég samdi í gærkvöldi hefur valdið ákveðnum tæknilegum vandamálum, þ.e. dagbókarfærslan um getraunina. Grunnvandamálið er reyndar vitsmunalegs eðlis, þ.e. ég gaf dagbókarfærslunni nafn sem innihélt bókstafinn þorn. Það eru vafrar af engilsaxneskum uppruna ekki að fíla - og ég á auðvitað að vita betur.
14. maí 2005 | 0 aths.
Þetta er stóryrt fyrirsögn, en er ekki frá mér sjálfum komin heldur Robert Cringely. Hann var að skrifa áhugaverða grein um atburði vikunnar í tækniheimum (sérlega forvitnilegt að einn af atburðunum er (ætlaður) starfsmaður Apple að skrifa í umræðuvef á Slashdot).
14. maí 2005 | 0 aths.
Nú eru 4 vikurnar sem ég hef til að skrifa 4 vikna verkefnið (!) hálfnaðar og smám saman að komast mynd á gripinn. Þó er miiikið óunnið enn, en ég held að þetta geti orðið fínt verkefni.
16. maí 2005 | 0 aths.
Í gær var allt að því brjáluð blíða hér í Köben, glampandi sól og samkvæmt vefmiðlunum 17-18 stiga hiti. Ég ákvað að nota góða veðrið og taka smá trimm. Það telst til tíðinda að þetta var fyrsta trimm vorsins á stuttbuxum. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að neinum að ég hafi hlaupið langt, enda var tilgangurinn aðallega að hressa sig við.
16. maí 2005 | 0 aths.
Um helgina leigði ég myndina The Manchurian Candidate, með Denzel Washington og Meryl Streep. Það var ágæt tilbreyting að taka mynd sem ég vissi ekki hvað fjallaði um, kápan var bara með helling af stjörnum á - og mig minnti að hún hefði fengið þokkalega dóma. Allt í lagi mynd, ekki eftirminnileg en vel leikin af Washington og sérstaklega Streep sem var yndislega óyndisleg.
16. maí 2005 | 0 aths.
Ekki get ég nú sagt að verkefnaskriftir séu að setja nein hraðamet, en þetta mjakast í rétta átt og ég er nokkurn vegin á áætlun. Á morgun er það svo kæruleysiskast og ég ætla að taka þriggja daga pásu og heilsa upp á litla bróður í Álaborg.
19. maí 2005 | 0 aths.
Er kominn aftur úr prýðilegri ferð upp á Norður-Jótland að heilsa upp á Sigmar litla og kíkja aðeins á Gunna frænda í bakaleiðinni. Þetta var aðallega huxað sem smá tilbreyting frá hversdeginum (frekar en að vera t.d. menningarreisa).
20. maí 2005 | 0 aths.
Í morgun varð mér litið út um gluggann og sá íslskan nágranna minn þramma hjá, íhugull og ábúðarmikill. Það varð kveikjan að fylgjandi leirburði:
22. maí 2005 | 0 aths.
Í gær (laugardag) var stefnan sett á fótbolta með F.C. Umulius í Fælledparken, þótt skipuleggjendur virtust hafa vissar áhyggjur af veðurspánni. Um hádegið var líka úrhellisrigning og útlit fyrir að þetta yrði hálfgerður sundbolti. Ég var engu að síður harðákveðinn í að hjóla uppeftir og í versta falli yrði það sú hreyfing sem ég fengi út úr þessu ef boltinn félli niður vegna dræmrar mætingar. Hins vegar fór að glytta í sól þegar nær dró og þetta reyndist sólarbolti hinn besti.
22. maí 2005 | 1 aths.
Á leið í fótboltann í gær lagði ég grunn að kenningu um hvernig á að hjóla í Köben. Aðferðin byggir ekki á hinum klassísku ábendingum (passa sig á bílunum, gefa merki áður en maður beygir...) heldur því að finna álitlegan rass í low-cut gallabuxum sem virðist á réttri leið og elta hann í blindni. Ekki svo að skilja að blindni sé neitt skilyrði, þvert á móti væri líklega erfitt að njóta viðkomandi rasss (eignarfall - sko) ef maður væri blindur.
24. maí 2005 | 0 aths.
Nú eru sléttir þrír sólarhringar í verkefnaskil. Ég er búinn að berja niður á blað allt meginmál fram að lokaorðum og nú er verkefni dagsins að snurfusa strúktúrinn, meitla niður langlokur og skrifa lokaorðin. Ég held mér sé hollast að reyna að ljúka þessu verkefni sem fyrst, enda sýnist mér veðurspáin fyrir næstu daga vera með eindæmum óhagstæð fyrir námsmenn.
26. maí 2005 | 0 aths.
Nú er skiladagur fyrir verkefnið mitt á morgun. Að sjálfsögðu hef ég ekki verið jafn röskur og að var stefnt, en það er nú einhvernvegin þannig að maður nýtir þann tíma sem gefst.
29. maí 2005 | 0 aths.
Sumarið er opinberlega komið til danaveldis. Sólgleraugun fjölmenna á göturnar, pilsin styttast og sólin skín. Húðlitur minn smám saman að breytast úr krímhvítu yfir í rauðbleikt og nefið fer fyrir með fagurrauðu fordæmi.
29. maí 2005 | 0 aths.
Mér skilst að Danir líti svo á að fyrsti sumardagurinn sé þegar hitinn fer yfir 25 gráður einhversstaðar í landinu. Í fyrra gerðist það víst í lok ágúst, en í ár var það núna upp úr miðri viku. Ég skilaði verkefninu mínu um hádegið á föstudeginum og er síðan búinn að njóta sólarinnar vítt um borgina alla helgina og oft í góðum félagsskap.
30. maí 2005 | 1 aths.
Það tilkynnist hér með um nýjar myndir í myndasafni Vilborgar.
31. maí 2005 | 0 aths.
Sá hryggilegi atburður átti sér stað um miðjan dag í gær að ég missti samband við alnetið og mér vitanlega er það ekki enn komið í lag (sit í skólanum núna). Það sem enn verra var að sjónvarpið datt út líka, enda er nettengingin gegnum sjónvarpskapalinn og því hætt við að bilanir þar hangi saman. Ég veit ekki hvort þetta er bilun í húsinu eða eitthvað bara í íbúðinni okkar - Andreas var ekki heima í gær til að "villuleita". Og hvað gerir maður þegar maður hvorki hefur sjónvarp né net?
31. maí 2005 | 0 aths.
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki enn búinn að sjá síðustu Star Wars myndina, en má til með að skella inn link á frábæra paródíu, Store Wars frá framleiðendum The Meatrix. Frábær stuttmynd.
31. maí 2005 | 1 aths.
Í Fælledparken síðastliðinn laugardag var höfð í frammi söguleg hetjudáð þar sem við sögu komu meðal annars 32 flata fótbolti í undirstærð, einstæð sænsk móðir og sonur hennar, fjarstýrður bátur og heldur seinheppinn íslenskur grafíker. Verður nú hetjudáð þessi færð á Alnetið til varðveislu í máli og myndum.