Umheimslaus og umkomulaus
31. maí 2005 | 0 aths.
Sá hryggilegi atburður átti sér stað um miðjan dag í gær að ég missti samband við alnetið og mér vitanlega er það ekki enn komið í lag (sit í skólanum núna). Það sem enn verra var að sjónvarpið datt út líka, enda er nettengingin gegnum sjónvarpskapalinn og því hætt við að bilanir þar hangi saman. Ég veit ekki hvort þetta er bilun í húsinu eða eitthvað bara í íbúðinni okkar - Andreas var ekki heima í gær til að "villuleita". Og hvað gerir maður þegar maður hvorki hefur sjónvarp né net?
Jú, ég neyddist til að lesa smávegis í skólabókum. Veit ekki hvort TDC er að reyna að styðja námsmenn í próflestri með því að slökkva á sjónvarpinu - held samt að það sé ekki líklegt til vinsælda.
Það versta við þetta allt saman er að mánudagur er eini vikudagurinn þegar ég horfi á einhvern ákveðin sjónvarpsþátt sem ég vil ekki missa af. Mánudagar eru nefnilega Lost-dagar.
En ég bar harm minn í hljóði og eftir pissuát prófaði ég lox leik sem Sigmar lánaði mér fyrir nokkrum mánuðum og varði kvöldinu í að drepa ninjastelpur og rússneska hermenn.
Hálf lost, þrátt fyrir lostmissi
Í dag veit ég ekki alveg hvað ég á að gera af sjálfum mér. Ætla samt að reyna að vera duglegur í prófskorpuundirbúningi og geri ráð fyrir að prenta út sittlítið af hverju og setjast svo á lesstofuna og sjá hvað mér verður úr verki.
Í morgun var ég á kynningu á 6 tölvuleikjum sem hafa verið í smíðum undanfarnar fjórar vikur, samstarfsverkefni að mig minnir 7 danskra háskóla. (Einn af þessum leikjum var ég tilraunarotta fyrir á föstudaginn). Í stuttu máli sagt er ótrúleg hvað krakkarnir hafa náð að gera á þessum stutta tíma.
Í hverjum hóp eru "leikstjóri" (director), verkefnisstjóri (project manager), "leikhöfundur" (game designer), útlitsstjóri, hljóðstjóri, nokkrir animatorar og nokkrir forritarar. Allir vinna í sama þróunarumhverinu og hafa búið til leikhæf demó, virkilega fjölbreytt.
Í einum leiknum leikur maður maníudepressívan sjávarlíffræðing í Álaborg sem berst við geðræn vandamál og risaskeldýr sem eru að taka yfir borgina. Í öðrum er maður ljón sem markar sér landsvæði, veiðir og kemur sér upp ljónahópi til að stjórna. Í þeim þriðja er maður í andspyrnuhreyfingu í umhverfi sem minnir mjög á seinni heimsstyrjöldina (mjög flott stemmning). Sá fjórði gengur út á það að fjórir menn með sjónvarpshöfuð eru staddir uppi á þaki háhýsis og reyna að hrinda hverjum öðrum fram af(!) - einföld hugmynd, en virkilega vel leyst og virkar mjög mikið fjör að spila (enda hannaður sem "partý-leikur"). Í þeim fimmta er maður blindur og minnislaus (leikurinn sem ég prófaði) - virkilega flott útlitshönnun og stemmning. Lox í þeim sjötta stjórnar maður skordýradrottningu og flugnasverminum hennar í ævintýra/strategíu-leik, mjög stórt og margslungið borð sem er búið að hanna fyrir það.
Svo ég segi það enn og aftur - alveg lygilegt hvað er búið að gera mikið í þesum leikjum.
Það kæmi mér ekkert á óvart þótt eitthvað af þessum spilum leikjum (smá dönskusletta) kæmist í "alvöru" framleiðslu - a.m.k. í einni eða annarri mynd.
En nú er sem sé komið hádegi og ég verð ýkt duglegur eftir matinn...
Uppfært: Nánari upplýsingar um leikjaprógrammið (stutt útgáfa á ensku). Dugnaðurinn lætur heldur á sér standa...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry