febrúar 2006 - færslur


Smá hökt í nördinu

Eitthvað hafa mánaðarmótin farið þversum í nýja fídusinn minn, þannig að það er ekki alveg að marka nýjustu tölur. Ég reyni að kippa þessu í liðinn seinna í dag.

Af vanaganginum

Segir hér af yfirvofandi sambúð, vandamálalýsingu, leiguauglýsingu, stuðlum, horfum á íslenskum fjármálamarkaði, landafræðiskilgreiningum og fleiru. Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.

Alltaf fullur bara?

Ónafngreindur félagi minn hóf í dag MSN spjall á orðunum "alltaf fullur bara?" Honum þótti mikið þjórað samkvæmt dagbókinni. (Af gefnu tilefni tek ég því fram að ég er edrú í augnablikinu.)

Teikningamálið séð úr návígi

Það hefur ekki verið einkenni á ritstjórnarstefnu thorarinn.com að fjalla mikið um heimsmálin, en eftir að hafa fylgst með fjölmörgum deböttum í dönsku sjónvarpi um helgina, spjallað við danska vini og kunningja og lesið pistla íslenskra beturvita sé ég mér ekki annað fært en að berja nokkra stafi á skjá.

Kvefskratti

Eftir að vera orðinn laus við kvefið sem kraumaði í mér í nýliðinni viku var ég að vonast til að ég hefði klárað þessa umferð af umgangsvírusum, nú er ég ekki alveg viss.

Færslufall

Vegna lasleika hefur ritstjórn ákveðið að færa enga færslu í dag, enda hætt við að hún yrði helst til...

Nenni þessu ekki lengur

Eftir færslufall gærdagsins er ég búinn að ákveða að ég nenni ekki að vera lasinn lengur. Nú á ég bara eftir að sannfæra skrokkinn um að styðja mig í þessari ákvörðun, er að vinna í því. Sem fyrsta skref í því að færast aftur til fyrri virkni er ætlunin að skrifa hér laaanga færslu um allt og ekkert.

Bókmenntagetraun

Hver er maðurinn? Spurt er um persónu í heimsbókmenntunum sem lét eftirfarandi út úr sér...

Enn af fánabrennum

Það er ekki það að menn skuli að vera að brenna danska fánann sem gerir mig brjálaðan. Þeir mega það svo sem mín vegna. Það er hins vegar þegar sex ára skólastelpur eru látnar brenna danska fánann sem mér er gersamlega misboðið. Ég er bara alfarið á móti því að börn séu látin leika sér með eld.

Fjølmiðla- og menningarumfjøllun

Til að forðast allan misskilning skal strax tekið fram að eftirfarandi raus á alls ekkert skylt með gagnrýni, sem samkvæmt orðsifjaklisjunni felur í sér að rýna til gagns. Þessu þusi er af minni hálfu ekki ætlað að verða nokkurri einustu mannveru til gagns, en þar sem stærstur hluti þeirra skrifa sem gefa sig út fyrir að vera gagnrýni eru í raun bara tuð þykir mér rétt að slá þennan varnagla.

Vikan sem var

Skortur á dagbókarfærslum undanfarið gæti bent til þess að annað hvort væri lítið að gerast eða allt of mikið. Raunin er hins vegar sú að þetta hefur í raun verið ósköp venjuleg vika, ég hef bara verið latur að skrifa.

Pókerkvöld

Á föstudagskvöldið var blásið til annars pókerkvölds íslínga í ITU. Ekki sáu allir sér fært að mæta, en við vorum þó einum fleiri en síðast og átti nýi maðurinn eftir að koma töluvert við sögu.

Spilapeningar í forgrunni

Þpúkí

Ég var rétt í þessu að festast í lyftunni hérna á kollegíinu. Sem betur fer stóð sú festing ekki lengi, en var töluvert þpúkí. Nú er spurning hvort (og hvernig) maður tilkynnir um stæla í lyftuskrattanum.

Nýr vefur

Þá er ég búinn að uppfæra Vasavefinn sem ég bjó til fyrir gönguna 2004. Reyndar er spurning hvort á að kalla þetta uppfærslu eða bara að ég hafi skellt nýju yfir og ofan á það gamla.

Dagur skins og skúra

Það hefur gengið á ýmsu í kringum mig undanfarið og í dag kom ég hálf miður mín heim. Af sjálfum mér er hins vegar allt ágætt og ég fór meira að segja út að trimma í dag eftir langt hlé vegna veikinda.

Sitthvað

Hér birtist enn ein færslan sem teygir sig í hið óendanlega. Merkilegt hvað mér text að segja frá ómerkilegum atburðum í löngu máli, en gott til þess að vita að ég hafi þó einhverja óumdeilda hæfileika...

Hér sé fyrirsögn

Frumraun vasavefs, spilaglatt speciale, endurnýttar fyrirsagnir, snjókoma, dyramotta, fjárfestingar og ofbeldi er meðal efnis þáttarins í dag.