Raunir fordritarans

Þótt ég hafi mætt fullur fjörs og driftar frá Svíaríki hefur mér gengið illa að koma mér í gang með að gera eitthvað áþreifanlegt í verkefninu okkar. Næsta skref hjá mér er að taka aðeins til í forrituninni á því sem ég var búinn að útbúa og einfalda kerfið með hliðsjón af því sem við höfum ákveðið upp á síðkastið. Hins vegar gengur mér eitthvað illa að hysja höfuðið á mér út úr míns eigins sleppigöngum* og komast á skrið.

Eftir að við ákváðum að byggja testið okkar á táknum úr spilastokknum í stað þess að eiga möguleikann á að nota t.d. ljósmyndir af fólki get ég einfaldað töluvert undirliggjandi lógíkina. Það ætti bæði að fyrirbyggja ákveðið hökt sem stundum lætur á sér kræla og fá allt til að hreyfast liprar yfir skjáinn.

Hins vegar flækir það aðeins málin að ég var búinn að leysa helstu þrautirnar í eldri útgáfunni og nú er ég að klóra mér í kollinum yfir því hversu mikið af gamla kóðanum er skynsamlegt að endurnýta. Á ég að nota sömu nöfn á breytum og fylkjum þar sem hægt er, eða henda öllu gamla stöffinu og byrja frá grunni?

Ekki að ég sé að falast eftir svörum hér, mig vantaði bara að taka mér smá öndunarpásu og sjá hvort undirmeðvitundin leysir þetta ekki fyrir mig á meðan.

...

Og það hefur hún hér með gert. Ég hendi gömlu föllunum sem verða hvort eð er ekki notuð eftir breytinguna og leyfi mér að nota sömu fylkja- og breytunöfn ef mér finnst það henta.

Jamm.

*) Það sem heitir á fagmáli að draga hausinn út úr rassgatinu á sér.


< Fyrri færsla:
Og enn og aftur brennur Köben
Næsta færsla: >
Helgi fer í hönd
 


Athugasemdir (2)

1.

Mardi reit 09. mars 2006:

Ok þú veist að þú getur alltaf haft samband ef upp koma svona forritunarvandamál - ég er til þjónustu reiðubúin með þetta allt saman

2.

Þórarinn sjálfur reit 09. mars 2006:

Takk, ´skan - geri það næst.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry