Tengill, tengill, herm þú mér...
16. mars 2006 | 0 aths.
Eftirfarandi eru tenglar á hitt og þetta sem hefur vakið athygli mína undanfarið. Yfirleitt hefur verið vísað á viðkomandi frá einhverjum af þeim síðum sem ég heimsæki reglulega eða hef af öðrum orsökum slysast inn á.
- Listaverk í Petri skálum
- Mynstur og form sköpuð af bakteríuvexti í petri skálum. Náttúran lætur ekki að sér hæða.
- Microsoft (endur)hannar iPod umbúðir
- Skemmtilegt myndband sem sýnir vel muninn á hönnunarstefnu Apple og Microsoft. Engin þörf á að hafa "vit á hönnun" til að hafa gaman að þessu.
- CSS stórmarkaðurinn
- 40 ólík vefútlit sem byggja öll á sama html-grunni og með CSS stílum þar ofan á. Það kæmi mér ekkert á óvart þótt ég byrjaði á því að kíkja á þetta næst þegar ég hanna vefkóða frá grunni.
- Jack Bauer from TV2 to PS2 (pdf)
- Þetta er að vísu liðið, en mér þótti rétt að slá þessu fram sem dæmi um kosti þess að vera í alþjóðlegum skóla - það koma nokkuð reglulega alvöru spaðar í heimsókn. Ég fór á þetta og þótti fróðlegt. Kynningin fór reyndar að mestu í sjónræna hönnnun og yfirfærslu grunnhugmynda, minna í sjálft "gameplay"-ið. Enda skilst mér að leikurinn hafi fengið afleita dóma fyrir leikvirknina (en þótt soldið flottur).
- Nýi Mac Mini
- Meðan ég var að búa mig til Svíþjóðarfarar laumaði Apple nýrri útgáfu af litlamakka á markaðinn og jók þar með líkurnar á að makki verði einhverntíman lykilhlekkur í mínu heimamiðlunarumhverfi. Hvenær svo sem það nú verður...
- Ungfrú Kelly leitar sér að haglabyssu fyrir heimilið
- Þegar ég sá vísað á þessa færslu með orðunum "Miss Kelly is looking for advice on which shotgun to buy" (hjá honum þessum) hélt ég fyrst að þetta hlyti að vera einhver paródía. En ónei, þarna eru óteljandi komment um hvað beri að hafa í huga þegar keypt er haglabyssa til að hleypa af innan veggja heimilisins (og öllum virðist fúlasta alvara). Eins og Varríus segir stundum: "Þessir Rómverjar eru klikk".
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry