Myndir af herberginu

Myndirnar sem ég birti í fyrravetur af þáverandi híbýlum eru enn meðal mest sóttu dagbókarfærslnanna minna. Reyndar stafar það að stærstum hluta af spammróbótum sem berja þar höfðum við rafræna steina og reyna að snuða kommentakerfið mitt.

Nú prófa ég að nota nýja myndaalbúmið og skella inn myndum sem ég tók þegar ég flutti inn í haust og aftur núna nýlega. Eins og glöggir lesendur hafa leitt líkum að er viðfangsefni þessara mynda myndræn skrásetning núverandi heimkynna.

Ég er ekkert búinn að litalagfæra myndirnar né skera þær til eins og ég er vanur. Þeim er bara hent inn í kerfið og það látið sjá um að setja þær í réttar stærðir.

Þetta er aðallega huxað til að mamma sjái hvernig ég bý.

Come to think of it, þá er pabbi líklega sá eini í familíunni sem hefur komið í heimsókn hingað á Skandis...

Njótið heil.


< Fyrri færsla:
Allt að því dugnaður
Næsta færsla: >
Soldið duglegur, aftur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry