Orð dagsins

Orð dagsins er að finna í pistli Enters á Baggalúti (sem var reyndar birtur á sunnudag). Orðið er froðupyppildi.

Gefum meistaranum orðið:

Allar eru þær frámuna­lega langar — og allar innihalda þær endalaus, flórsykurhúðuð myndskeið af misviðurstyggilega brosmildu fólki, sem ýmist er að skeina börnunum sínum eða dást að uppstilltum og raðgreiddum eigum sínum — við gerilsneyddan undirleik einhverra froðupyppilda.

Pyppildi er einhvernvegin skemmtilega krúttlegt, en samt svolítið klúrt...

Á Baggalúti sé ég líka forsíðuauglýsingu sem minnir mig enn og aftur á að ég er kominn á fertugsaldurinn:

Ábyrgðarlaus drusla á þrítugsaldri óskar eftir að kynnast karlmanni á fertugsaldri, með nánari kynni í huga.

Ég ætti kannski að skoða þetta betur...


< Fyrri færsla:
Soldið duglegur, aftur
Næsta færsla: >
Villuleit og útihlaup
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry