Sá á kvölina...

Annars vegar eru Trabant að spila á Norður Atlants Bryggjunni og hins vegar eru tölvunördinn geðþekki Eggert og félagar í þjóðlagapolkapaunkbandinu Croisztans að spila á næstu bryggju þar fyrir sunnan í Kúltúrhúsi Islands Brygge.

Ég hef heyrt ávæning af því að fólk sem ég þekki ætli að fara á aðra hvora tónleikana, en ekkert fast í hendi.

Þannig að ef þú lesandi góður ert á leið á tónleika á annarri hvorri bryggjunni í kvöld og ert til í að leyfa mér að vera í samfloti - endilega bjalla í 2732 4549.

Tæknilega séð gæti maður jafnvel náð báðum, ef Trabant byrja nokkurn vegin á réttum tíma væri örugglega hægt að hjóla suðureftir. Hmmm...

Uppfært: Nú stefnir í að þjóðlagapolkapaunkið verði fyrir valinu.


< Fyrri færsla:
Villuleit og útihlaup
Næsta færsla: >
Tónleikar á bryggjunni
 


Athugasemdir (2)

1.

rut reit 25. mars 2006:

djö... var að sjá þetta fyrst núna.
það voru uþb allir íslendingar á stórkaupmannarhafnarsvæðinu á trabanttónleikunum í gær, og þú hefðir auðveldlega getað komið með okkur.

eftir tónleikana var mikið rétt um croiztans tónleikana en enginn virtist vita nákvæmlega hvar þeir voru haldnir. svo les ég það bara hér daginn eftir!

2.

Þórarinn sjálfur reit 25. mars 2006:

Þetta varð bara hið besta kvöld og Trabant þurfa virkilega hafa staðið sig vel til að toppa Croisztans!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry