Það er svona...

Í dag brast á með sumartíma hér í DK. Það þýðir að hér með hefur tapast aftur klukkutíminn sem vannst í haust og að aftur er tveggja tíma mismunur á Köben og Íslandi.

Hann á ammælídag

Pabbi á afmæli í dag og á núna aðeins eitt ár eftir í stóru sexuna.

Ef ég fer jafn létt með Vasagönguna árinu fyrir sextugsafmælið mitt verð ég sáttur.

Samkvæmt venju þýðir afmælið hans pabba að það er vika í mitt. Ég bíð spenntur eftir afmælispakkasendingunni frá systkinum mínum.

Duglegur strákur

"Skattframtali 2006 var skilað 26. mars 2006 kl. 11:16"

'Nuff said.

Black Mamba revisited

Í gær tók ég lífinu með mikilli ró og fór ekki út úr húsi nema rétt til að kaupa í matinn.

Um kvöldið rifjaði ég svo upp kynni mín af svörtu mömbunni, að þessu sinni í samfelldri heild. Reyndist styttri en ég átti von á, kannski er LOTR bara búið að venja mann á maraþonsetur yfir kvikmyndum.

Með fullri virðingu fyrir Nonna frænda þótti mér Uma örlítið glæsilegri á velli. En það er kannski ósanngjarn samanburður; samúræjasverð er í eðli sínu meira töff en gönguskíðastafir.

Hlaupt

Í morgun var slyddudrulla í Köben. Þegar leið á daginn þróaðist hún yfir í rigningu.

Fyrir vikið var ég ekki tilbúinn að skella mér í útihlaup fyrir hádegið eins og að var stefnt.

Fór í staðinn seinnipartinn þegar stytt var upp að mestu (þótt gjólan væri helvíti nöpur).

Tók mína ca. 5 km með púlsbremsu Óskars stillta á 150-155 slög. Skilaði mér í "mark" á tæpum 29 mínútum.

Ætúns rannsókn

Af þessum 13 sólarhringum af tónlist sem ég er með í iTunes safninu mínu (4.236 ætem) voru í gær 2,2 sólarhringar sem ég hafði aldrei hlustað á (samkvæmt mælingu iTunes).

Mest af því er hluti af öryggisafritinu sem ég tók af safni Sigmars bróður, en líka einstaka diskar sem ég á sjálfur en hef ekki hlustað á hér í .dk.

Ég hef verið að saxa aðeins á þessa óhlustun undanfarið. Ef kunnugum hefur þótt grunsamlega mikið af Robbie Williams lögum birtast í MSN prófílnum mínum er það afsökunin.

Þótt ég sé umburðarlyndur að eðlisfari og hafi gaman af því að vera með margvíslega tónlist í safninu er einn tónlistarmaður sem er í alvarlegri hættu að vera fjarlægður fyrir fullt og allt.

Ég veit ekki hvort hann lendir svona oft undir diskahausnum vegna þess hvað hann er framarlega í stafrófinu eða hvort það er af því að hann tekur við af The Bravery en hann er samt alltaf jafn leiðinlegur.

Írski sonurinn Brian McFadden, dagar þínir í safninu mínu eru brátt taldir.


< Fyrri færsla:
Tónleikar á bryggjunni
Næsta færsla: >
Heimferðardagskrá lítt tekin að skýrast
 


Athugasemdir (2)

1.

Jónína reit 26. mars 2006:

Talandi um msn, þá reyndi ég að bæta þér inn á mitt - og það gekk ekki.

2.

Þórarinn sjálfur reit 27. mars 2006:

Eins og segir í auglýsingunum: "Det må vi da lave om på!"

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry