Fuglaflensufettisið hjá mbl.is

Nýjasta frétt mbl.is um fuglaflensuna segir frá því að H5N1 smit finnst í fugli sem smyglað var frá Kína til Víetnam:

Kjúklingur sem var smyglað frá Kína til Víetnam var smitaður af H5N1 afbrigði fuglaflensu, samkvæmt upplýsingum frá yfirdýralæknisembættinu í Víetnam. Mjög erfitt er að halda uppi öflugu landamæraeftirliti milli landanna þar sem landamæri þeirra eru mjög stór.

Smitaður fugl á landamærum Kína og Víetnam???

Holy Smokes Batman!

Köllum út Landhelgisgæsluna, Víkingasveitina og Félag eldri borgara!

OK, sök sér að flytja fréttir af því að smitaðir fuglar séu að finnast í Skotlandi og Skandinavíu. Það er fréttnæmt, en fugl á landamærum Kína og Víetnam? Kommon!

Smá perspektív:

Það hefur enginn manneskja smitast af fuglaflensu í Vestur-Evrópu. (Ég þori ekki að fullyrða að enginn hafi smitast í Evrópu, þar sem fréttir af slíku í löndunum á mörkum Evrópu og Asíu gætu hafa farið framhjá mér.)

Fólkið sem er að smitast býr í löndum þar sem alifuglar eru haldnir á heimilum og/eða tilheyrir fjölskyldum sem eru í fuglarækt.

Svo lengi sem Jón og Gunna í Breiðholtinu leggja ekki í vana sinn að kássast í dauðum mávum sem á vegi þeirra verða er engin fyrirsjáanleg hætta á að neinn Íslendingur fái fuglaflensuna, jafnvel þótt í ljós kæmi að lóurnar bæru hana með sér.

Má ég þá heldur biðja um fréttir af einhverju öðru? Til dæmis af auknum vinsældum góðs bjórs. Þessi frétt heimfærð upp á Ísland myndi gleðja mjög mitt litla hjarta.


< Fyrri færsla:
Vasast í verkefninu
Næsta færsla: >
Undirbúningur smundirbúningur
 


Athugasemdir (1)

1.

Jón Heiðar reit 07. apríl 2006:

Já þetta er nú orðið dálítið kjánalegt allt saman.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry