Af playlistunum skuluð þér þekkja þá
10. apríl 2006 | 5 aths.
Ég held það sé fátt sem segir eins mikið um fólk eins og tónlistar- og bókasöfn þess. Sjálfur hef ég að eigin áliti afskaplega skrýtinn tónlistarsmekk, eða að minnsta kosti fjölbreyttan þrátt fyrir stórt hlutfall klisja.
Klisjurnar stafa að einhverju leyti að því hvað ég er óduglegur við að kaupa mér nýja tónlist, en þeim mun líklegri til að stökkva á Best of plötur þegar þær birtast.
Afmælistónlistin(n)
Í nýliðnu afmæli sá iPodinn um að halda uppi tónlistarflutningi einn síns liðs. Það er í fyrsta skipti sem ég held partí með iPod, en hef tengt tölvuna við græjurnar einstaka sinnum á Flyðrugrandanum.
Til þess að iPod spilun gangi upp þarf að búa til playlista sem eru þokkalega fjölbreyttir og auðvelt að skipta um lista ef t.d. fjörið í partíinu tekur að aukast (nú eða ef maður vill stuðla að því að fjörið aukist).
Um hádegið á laugardeginum settist ég því við tölvuna og renndi snarlega í gegnum þessi rúmlega 4.200 lög sem eru í iTunes safninu mínu og tíndi til lög á tvo playlista; annan sem væri við hæfi í "lounge"-stemmningu þegar menn sætu að spjalli og annan í aðeins hraðara tempói.
Niðurstaðan varð 79 lounge lög og 49 í hærra tempói.
Ég ætla ekki að halda því fram að þetta séu endilega uppáhaldslögin mín, heldur voru þetta lögin sem ég tíndi til á hraðferðinni í gegnum þessa 13 sólarhringa af efni sem finnast á hörðu diskunum mínum; lög sem fönguðu athyglina og voru annað hvort velþekktir klassíkerar eða eitthvað sem mér fannst spaugilegt að skella undir nálina geislann harðdisklesarann flash-flöguna.
Þar sem það er enga stund gert að fá yfirlit yfir playlista úr iTunes fékk ég þá flugu í höfuðið að birta lounge-listann hérna sem smá innnsýn í höfuðið á mér.
En fyrst
Áður en ég gleymi því ætla ég að mæla með FoxyTunes viðbótinni við Firefox.
Ég sótti hana um daginn og nú stýri ég spilaranum mínum (iTunes í mínu tilviki, en FoxyTunes styður alla stóru gæjana) frá botnröndinni í Firefox:
Athugið bara að til að stilla spilarann í fyrsta sinn þarf að draga hann upp í menuana efst, annars opnast valmyndirnar út fyrir skjáinn hægra megin.
Listinn
Hér er svo "rólegri" listinn, röð laganna er random frá iTunes og alls ekki sú röð sem þau voru leikin í teitinu.
- Sacred Things : Bang Gang
- Peace Train : Cat Stevens
- We Close Our Eyes : Go West
- Theme From Rawhide : The Blues Brothers
- There's More To Life Than This : Björk
- Crazy Little Thing Called Love : Queen
- Silencio : Ibrahim Ferrer
- Clint Eastwood : Gorillaz
- This Is The Last Time : Keane
- We Are Nowhere And It's Now : Bright Eyes
- Masó Tangó : Páll Óskar & Milljónamæringarnir
- Common People : Pulp
- Bless : Quarashi
- Off The Record : My Morning Jacket
- One of us : Jagúar
- Ain't No Sunshine : Michael Jackson
- Bullet With Butterfly Wings : Smashing Pumpkins
- Stand : R.E.M
- Hjálpaðu mér upp : Ný Dönsk
- I See A Darkness : Johnny Cash feat. Will Oldham
- Monday Morning : Pulp
- Sun On The Water : Kirsty MacColl
- Walk On the Wild Side : Lou Reed
- Respect : Aretha Franklin
- Nikita : Ralph Myerz & the Jack Herren Band
- What A Wonderful Man : My Morning Jacket
- Sweet Transvestite : The Rocky Horror Picture Show
- The Man Who Sold The World : Nirvana
- Provider : N.E.R.D.
- Fearless : The Bravery
- The Horizon Has Been Defeated : Jack Johnson
- Sorte Cesaria Evora : Café Atlantico
- I Am A Man Of Constant Sorrow : Soggy Bottom Boys Feat. Dan Tyminski
- Forever Lost : The Magic Numbers
- Good Vibrations : The Beach Boys
- Creep : Radiohead
- Somewhere Over the Rainbow/Wonderful World : Israel Kamakawiwo`ole
- Jacqueline : Franz Ferdinand
- Hey! Get Out Of My Way : The Cardigans
- Changes : David Bowie
- Older Chests : Damien Rice
- I Want You : Mugison
- Survival : Nightmares on Wax
- Cajesukarije-Cocek : Goran Bregovic
- Suspicious minds : Fine Young Cannibals
- The Professor & La Fille Danse (Live At Cornucopia) : Damien Rice
- Rock the House : Gorillaz
- Quando Quando : Páll Óskar & Milljónamæringarnir
- I Will Survive : Cake
- Willie & Laura Mae Jones : Dusty Springfield
- Everybody Wants To Rule The World : Tears For Fears
- Closet Romantic : Damon Albarn
- Chan Chan : Buena Vista Social Club
- Feel Good Inc : Gorillaz
- Times Like These : Jack Johnson
- Mystify : INXS
- Personal Jesus : Johnny Cash
- Shin-Sekai : D.J. Krush
- Light My Fire : Johnny Revera
- Knot Comes Loose : My Morning Jacket
- Daughters : John Mayer
- Amie : Damien Rice
- Gordon's Gardenparty : The Cardigans
- Do You Know The Way To San Jose? : Casino feat. Paul Oscar
- With A Little Help From My Friends : Beatles
- The Flower of Carnage : Kill Bill, Vol. 1
- Space Oddity : David Bowie
- Bang Bang (My Baby Shot Me Down) : Kill Bill, Vol. 1
- Auf Achse : Franz Ferdinand
- A Ba Ni Bi : Casino feat. Paul Oscar
- Sideshow : Calexico
- Holes to Heaven : Jack Johnson
- The Ring Song : The Bravery
- With Grace : DJ Krush Feat. N'Dea Davenport
- I've Got To Use My Imagination : Gladys Knight & The Pips
- Green Hornet Theme : Kill Bill, Vol. 1
- One Johnny : Cash
- Cocaine : Eric Clapton
Úr listanum má e.t.v. lesa að ég er nýbúinn að horfa á Kill Bill og að Jack Johnson, The Bravery, Damien Rice og My Morning Jacket eru í náðinni þessar vikurnar. Johnny Cash er hins vegar alltaf í náðinni (og greinilega Páll Óskar líka).
Jamm.
Athugasemdir (5)
1.
Inga/Stalín reit 11. apríl 2006:
góður playlisti en mér finnst samt Close To Me með Cure eiga heima á öllum heimsins playlistum;)
2.
Inga/Stalín reit 11. apríl 2006:
...en mér finnst verst að hafa ekki verið mætt þegar Pulp tóku Common People... þá hefði maður sko tekið nokkur sporin...
3.
Þórarinn sjálfur reit 11. apríl 2006:
Þótt skömm sé frá að segja er Cure eign mín í óverjandi lágmæli.
Eins og áður segir var þetta ekki röðin sem lögin voru spiluð í, þannig að það er alls ekki víst að þú hafir neitt misst af Common People.
Ég get hins vegar staðfest að daginn eftir dillaði ég mér við Disco 2000 með Pulp (af hinum playlistanum) meðan ég skúraði salinn.
4.
Óskar Örn reit 11. apríl 2006:
Fínn listi þetta, þú ert víðsýnn smekkmaður. Finnst reyndar Jack Johnson leiðindaveimiltíta but that´s just me. Forvitinn um lagið "One Johnny" með hljómsveitinni Cash sem er þarna næst neðst?! Híhíhí! Annars er besta lagið af Solitary Man-plötunni með Johnny Cash án efa The Mercy seat eftir Nick Cave. Í topp 5 yfir bestu ábreiður allra tíma. Fæ gæsahúð og andarteppu every time!!
5.
Þórarinn sjálfur reit 12. apríl 2006:
Hljómsveitin Cash náði aldrei almennilega að ná sér úr skugga Johnny Cash, þrátt fyrir að vera í nýbylgjunni meðan hann var enn í "hreinu" köntrí. Þeir gáfu út lagið "One Johnny" 1986 sem eins konar paródíu á þessa staðreynd og það kaldhæðnislega varð að það var eina lagið sem þeir urðu þó örlítið þekktir fyrir.
Þeir teljast því í hópi one-semihit-wonder hljómsveita og það er vissulega kómískt að þetta lag skuli lenda við hlið "One" með Johnny Cash ef lagasafninu er raðað í stafrófsröð.
(Ég neita að viðurkenna á mig innsláttarvillu!)
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry