Smá pløgg
10. apríl 2006 | 0 aths.
Eftirfarandi var að berast frá upplýsingaráðuneyti Hugleiks:
Hugleikur frumsýnir Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu miðvikudaginn 12. apríl.
Þrjár systur missa móður sína á unga aldri. Faðir þeirra lætur þær að mestu afskiptalausar og uppeldisskyldurnar falla þeirri elstu í skaut. Mörgum árum síðar liggur faðirinn fyrir dauðanum og systurnar snúa aftur á æskuheimili sitt til að vaka yfir honum og ganga frá dótinu sem hann lætur eftir sig og þær yfirgáfu þegar þær fluttu hver í sína áttina. Við þá tiltekt verður óhjákvæmilega hróflað við beinagrindum í ýmsum skúmaskotum og gömul og ný ágreiningsefni verða viðruð. Kannski tekst að pakka öllu saman áður en morgun rennur, kannski verður ekkert eins og áður.
Leikstjóri er Þorgeir Tryggvason og hlutverkin eru höndum nokkurra af öflugustu leikkonum félagsins, þeim Huldu B. Hákonardóttur, Júlíu Hannam, Elísabet Indru Ragnarsdóttur og Jóníniu Björgvinsdóttur. Systur verða sýndar í Möguleikhúsinu við Hlemm. Frumsýningin verður 12. apríl en aðeins eru fyrirhugaðar sex sýningar á verkinu.
Miðasala er í síma 551 2525 og á midasala@hugleikur.is.
Svo er verið að æfa „Lán í óláni“ sem verður uppistaðan í þessu mánaðarlega núna í lok apríl.
Sýningaplön er að finna á vef Hugleiks.
Sjálfur ætla ég að skella mér á:
- Þetta mánaðarlega Fim. 27/04 kl. 21:00 (Þjóðleikhúskjallarinn)
- Systur Lau. 29/04 kl. 20:00 (Möguleikhúsið)
Svona ef einhver hefði áhuga á að verða mér samferða.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry