Af íþróttameiðslum

Í frétt mbl.is um meiðsl markvarðar Chelsea er meðal annars að finna þessa málsgrein:

Petr Cech, markvörður Chelsea og tékkneska landsliðsins í knattspyrnu, þurfti að fara meiddur af velli að loknum fyrri hálfleiknum gegn Everton í úrvalsdeildinni í gær, eftir árekstur við samherja sinn, William Gallas. Sauma þurfti 10 spor í fótspor Tékkans sem hélt til að byrja með að hann væri fótbrotinn.

Eru menn nú farnir að meiða sig svo illa í fótsporin að það þurfi að sauma þau?

Er ekki vegið fullhart að karlmennsku hetjanna ef það þarf að hlynna að fótsporunum sem þeir skilja eftir á vellinum?


< Fyrri færsla:
Með grafíker í maganum
Næsta færsla: >
Klakinn á morgun
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry