Klakinn á morgun
19. apríl 2006 | 1 aths.
Í gær fengum við síðustu 3 tilraunadýrin til að ganga í gegnum prófanirnar okkar og erum því komin með þær 12 mælingar sem að var stefnt í þessari fyrstu tilraunaskorpu.
Það er voðalega þægilegt að hafa þó náð þetta langt og hafa eitthvað "áþreifanlegt" í höndunum. Líklega svipuð tilfinning og þegar fjallaklifrarar ná að negla trausta lykkju í hamravegginn og vita að ef þeir hrapa fari þeir þó ekki lengra en að henni.
Eins og við var að búast er hægt að lesa alls konar hluti út úr niðurstöðunum okkar og ekki alla jafn trúverðuga.
Mér sýnist t.d. að það eina sem við getum fullyrt þegar við brjótum 12 manna hópinn upp eftir því í hvaða röð þau fengu verkefnin (4 möguleikar) er að fólk er ólíkt. Það að reyna að taka meðaltöl af því hversu lengi þrjár manneskjur voru að leysa ákveðin verkefni er einfaldlega ómarktækt.
Í dag fantaseruðum við aðeins með það hvað við ætlum að gera í næsta verkáfanga (og kannski aðallega hvað við ætlum ekki að gera). Það verður eitthvað sem við tökum hressilega á í maíbyrjun.
Heim á morgun
Ég flýg svo héðan um kl. 14 að staðartíma á morgun og á að lenda um kl. 15 að staðartíma í Keflavík (skemmtilega stutt alltaf flugin að sumarlagi).
Núna er ég að bíða eftir að geta startað 60 gráðu vél og í framhaldi af því að fara að pakka og kannski taka aðeins til.
Stórt skref í heimilistiltektum var stigið áðan þegar 17. hestburðurðinum af tómum gos- og bjórílátum var troðið í endurvinnsluvélina í Daglig Brugsen (og tel ég þá líkin eftir afmælispartíið ekki með, enda losaði ég mig við þau samdægurs).
Annars held ég að ég verði farinn opinberlega að hata 6 kílóa Kubb-settið sem ég er búinn að kaupa fyrir litlu sys og ætla að taka með mér í handfarangri, löngu áður en mér tekst að drösla því til Egilsstaða.
Tölvan og ein grein tengd lokaverkefninu fá að fljóta með heim, en að mestu leyti ætla ég bara að slaka á og reyna að sjá framan í vini og kunningja.
Takist mér að troða hlaupaskónum í ferðatöskuna getur þó verið að smá sprikl verði einnig haft í frammi.
Symmetrísk vefumferð
Vefumferðin um thorarinn.com undanfarna daga skilar sér í lygilega symmetrískri og fínni sínuskúrfu:
Ég sver að ég hef ekkert fiktað í þessu.
Tvö vídjó
Svo eru hérna tvö skondin vídeó sem ég rakst á á þvælingi mínum um víðáttur veraldarvefjarins:
Ryan vs. Dorkman - flottasti geislasverðabardagi sem sést hefur hérna megin aldamótanna.
And now for something completely different...
Gamalt en klassískt: Why Grammar is the First Casualty of War by Terry Jones.
WHAT really alarms me about President Bush's "war on terrorism" is the grammar. How do you wage war on an abstract noun? It's rather like bombing murder.
Imagine if Bush had said: "We're going to bomb murder wherever it lurks. We are going to seek out the murderers and the would-be murderers, and bomb any government that harbors murderers."
The other thing that worries me about Bush and Blair's "war on terrorism" is: how will they know when they've won it? With most wars, you can say you've won when the other side is either all dead or surrenders. But how is terrorism going to surrender?
It's hard for abstract nouns to surrender. In fact it's very hard for abstract nouns to do anything at all of their own volition - even trained philologists can't negotiate with them. It's difficult to find their hide-outs, useless to try to cut off their supplies.
The bitter semantic truth is that you can't win against these sort of words - unless, I suppose, you get them thrown out of the Oxford English Dictionary. That would show 'em. Admittedly, the Second World War was fought against fascism.
Vel þess virði að lesa í heild sinni. (Og já, þetta er Terry Jones úr Monty Python).
Athugasemdir (1)
1.
Margrét reit 19. apríl 2006:
úúú takk fyrir að harka þér í að burðast með Kubbinn heim. Annars bið ég þig nú í guðana bænum að drösla honum ekki lengra en á Fálkagötuna...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry