júní 2006 - færslur


Rembst við stillingu

Í gær leit verkefnakennarinn við hjá okkur og við ræddum möguleika varðandi næstu skref í tilraunum okkar. Úr því varð þvílíkt hugmyndaflóð að við vorum lengi að jafna okkur (og erum vart enn). Eftir það fór ég í bæinn, keypti mér miða á Hróarskeldu og nýtt leikfang.

Að taka höfnun

Þá er komið í ljós að ekkert verður úr því að mér verði boðið starf hjá danska fyrirtækinu sem ég fór í viðtal hjá í síðastliðinni viku, a.m.k. ekki að sinni.

Beðið fyrir siggi

Nú er ég búinn að kaupa mér tjúner fyrir ukuleleinn og er í gríð og erg að reyna að æfa upp nokkur lykilgrip. Er að verða kominn með C, F og Am á hreint (enda frekar létt), Em er hins vegar ívið flóknara en á gítar.

Ríó í Köben

Þessa helgina stendur yfir Pinsekarnevalet í Kaupmannahöfn. Það einkennist helst af því að Danir af öllum húðlitum ganga létt af göflunum og reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu staddir í Ríó.

Karnivalstemmning í Köben

Í góðum félagsskap

Það er greinilegt að það er ekki bara ég sem er að stökkva um borð í ukulele-lestina. Allur heimurinn er að ganga af göflunum.

Í þremur orðum

Undanfarinn mánuð hefur ákveðið ritstjórnarlegt þema verið við lýði í tilraunaskyni hér á thorarinn.com. Veit ekki hversu margir lesendur hafa þó tekið eftir því.

Íslenski bloggarinn ógurlegi

Á miðvikudag fékk ég hnipp frá Jóni Heiðari um frétt á vef Alcoa þar sem þeir ljóstruðu upp leyndarmálinu mikla um raforkuverðið frá Kárahnjúkum. Skömmu síðar hvarf fréttin af vef Alcoa. Sem fær mann til að huxa sitt...

Så kommer sommeren

Danir hafa mjög einfalda skilgreiningu á því hvaða dagur er fyrsti sumardagurinn. Ef mér skjátlast ekki var sá dagur líklega í dag. Það þvælist þó aðeins fyrir "sumarnotum" að HM skuli líka hafa byrjað af alvöru í dag.

Vinsældir reynast falskar

Aðsóknartölurnar í vinstri vængnum tóku skyndilegt og torútskýrt stökk um helgina. Eftirgrennslan bendir til þess að skyndilegum vinsældum mínum sé ekki um að kenna.

Með og móti

Þessa dagana er ég mikið að spá í hvað ég geri í haust, enda er ég eiginlega búinn að setja mér það markmið að taka ákvörðun fyrir mánaðarlokin.

Ég tóri enn

Færslufall undanfarinna daga stafar hvorki af andláti mínu né ástfengni líkt og getum hefur verið leitt að. Ég hef bara ekki gefið mér tíma til að skrifa.

Heja på, Sverige!

Leikur gærdaxins var kannski ekki tæknilega besti leikur HM til þessa, en hann var sá fyrsti sem hefur fengið mig upp úr stólnum fagnandi mörkum.

Ah búi ITU?

Í gær birti mennamálaráðuneytið danska áform um samslátt háskóla. Samkvæmt þeim áformum verður ITU sameinaður einhverjum af stærri skólunum, líklega Kaupmannahafnarháskóla.

Streita í sjónmáli

Nú fer að koma að því að maður þurfi að horfast í augu við að ekki eru nema 7 vinnuvikur eftir þar til við eigum að skila lokaverkefninu. Og við erum ekki byrjuð að skrifa neitt!

Það rignir kortum...

England þumbast áfram. Hollendingar ullu vonbrigðum og Portúgalir komust að mínu mati verðskuldað áfram. Dómarinn maður leiksins, auk þess að fá tilþrifaverðlaunin.

Horft til veðurs

Nú fer alveg að bresta á með Hróarskelduför. Það er ekki annað að sjá en spáin sé nokkuð hagstæð:

Spá næstu daga