ágúst 2006 - færslur


Enn með lífsmarki

Ég er enn á lífi og í góðu yfirlæti á klakanum. Búinn að visitera nyrðri og eystari byggðir (þó í mýflugumynd væri) og núna lagstur í aumingjaskap í höfuðborgarsollinum.

Sól í Reykjavík

Þvert á tölfræðilegar líkur hef ég komið með ágætis sumarveður til höfuðborgarinnar, í gær var meira að segja næstum því heitt. (Lít viljandi framhjá fyrriparti sunnudags og yfirvofandi spá næstu daga).

Þrír af þremur

Nú er komin fyllsta ástæða til að fyllast valkvíða. Ég er búinn að fara í þrjú atvinnuviðtöl í förinni og er núna búinn að fá þrjú atvinnutilboð.

Tilbage i havnen

Jæja, þá er maður kominn aftur til hafnarinnar frá víkinni. Niðurstaða er komin í vinnumálin og tímabil sveittra daga að hefjast á ný.

Alltaf að nørdast

Ef maður ætti sér virkilega ekkert líf myndi maður kannski taka eitthvað kvöldið í að græja sjálfvirka veðurbirtingu hérna á thorarinn.com...

Fundað með kennaranum

Við hittum kennarann okkar í dag og fórum yfir athugasemdir hans og ábendingar um textann sem við sendum honum áður en við fórum í fríið. Úr varð þriggja klukkustunda langur fundur.

Stysti hlaupatúr ever?

Eftir úrhelli undanfarins sólarhrings stytti lox upp seinnipartinn í dag og ég huxaði mér gott til glóðarinnar að hressa mig við með smá hlaupatúr. Hann varð þó mun smærri en til stóð.

Dönskum þurrkum aflýst

Þurrkatíð undanfarinna vikna sýnist mér að muni nú formlega lokið. Síðustu daga hefur gengið á með skúrum og í gærkvöldi bætti svo vel í regnið.

Ekki yfirlesinn enn

Ég er enn á lífi, ekki búinn að lesa yfir mig svo orð sé á gerandi, né hef ég skolast burt í snörpum skýföllum undanfarinna daga...

Islandsk musik fredag

Á föstudag munu Trabant og Apparat halda tónleika mitt í mínu yfirráðasvæði. Ég stefni að sjálfsögðu á að mæta galvaskur til leiks og draga eitthvað af gengi með mér.

Þusað yfir mbl

Mikið er orðið langt síðan ég hef þusað yfir textatilþrifum á mbl.is, en í dag rakst ég á tvo forsíðutexta sem ganga eiginlega ekki alveg upp.

Bölvuð sé samviskusemin

Þá er að ljúka helgi þar sem við skötuhjúin höfum læst okkur inni yfir lyklaborðunum og erum enn ekki búin að því sem við höfðum vonast til að hafa klárt um þetta leyti. Það er engu um að kenna nema samviskuseminni.

Frí í sólarhring

Eftir prýðilegan fund með kennaranum okkar í gær brast á með gríðarlegu kæruleysi og við ákváðum að taka okkur sólarhring í frí; frá hádegi til hádegis. Það frí er búið núna.

Gámur í október?

Mér sýnist allt stefna í að það sem ég kem til með að taka með mér heim í byrjun október verði af frekar óheppilegri stærðargráðu; of lítið til að taka gám, en í það mesta til að senda þægilega á brettum.

Enn með lífsmarki

Skortur á dagbókarfærslum undanfarna daga stafar hvorki af heilsubresti né taugabilun af neinu tagi, heldur er aðallega um að kenna netsambandsleysi á heimili mínu.

D-dagur og E-dagur

Þá fer alveg að bresta á með D-degi. Verkefninu skal skilað fyrir kl. 15 á föstudaginn, annars verður ekki tekið á móti því. Nú er líka komin dagsetning á næsta dag, sem hlýtur þá að vera E-dagur? Prófið verður föstudaginn 15. sept.

Búin að prenta

Svei mér þá. Nú liggja á kontórnum okkar 5 útprentuð eintök af verkefninu okkar og bíða þess að við finnum okkur fjölritunarstofu í fyrramálið sem vill taka að sér að gorma þau fyrir okkur.