Alltaf að nørdast

Ef maður ætti sér virkilega ekkert líf myndi maður kannski taka eitthvað kvöldið í að græja sjálfvirka veðurbirtingu hérna á thorarinn.com.

Maður gæti til dæmis stuðst við veðurmælingarnar á þessari síðu dönsku veðurstofunnar til að fá skýjafar og hitastig á Kastrup, með má forritunarfikti ætti því að vera hægt að birta nýjustu upplýsingar um veðrið eins og sést t.d. hérna í vinstri dálkinum.

Auðvitað mætti setja slíka virkni á forsíðuna, en á meðan uppflettingin gæti tafið aðra vinnslu er líklega rétt að taka enga óþarfa sénsa, heldur smeygja virkninni inn á fáfarnari síðu þar til cache virkni bætist við.

Þannig gætu lesendur alltaf litið í dagbókina til að sjá hvernig veðrið er hjá mér akkúrat þá stundina.

Sniðugt!

Líkt og glöggskyggnir lesendur hafa eflaust áttað sig á neyðist ég hér með til að játa á mig nördaskap á háu stigi.


< Fyrri færsla:
Tilbage i havnen
Næsta færsla: >
Fundað með kennaranum
 


Athugasemdir (1)

1.

Óskar Örn reit 10. ágúst 2006:

Svona hlutir eru einmitt ástæða þess að okkur þykir öllum svona vænt um þig, kallinn minn!! :-)
Takk annars fyrir síðast! Sá í blöðunum að Cate Blanchett muni hafa verið stödd með okkur á Púkanum á sunnudagskvöldið og segir að nærvera hennar hafi "ekki farið fram hjá neinum gestanna". Úppps! Þið skötuhjúin voruð bara svona heillandi félagsskapur að stjörnurnar hlutu að fölna...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry