Þusað yfir mbl

Velkomin í 23. þátt "thorarinn.com þusar yfir mbl.is" þar sem viðfangsefni dagsins er neitunin sem vantar og þágufall 34. ársins (eða þess 35.):

Segir fráleitt að flugumferðarstjóri hafi verið neyddur til vinna veikur

Þorgeir Pálsson, flugmálstjóri, segir í bréfi til Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að fullyrðingar um að veikur flugumferðarstjóri hafi verið neyddur til að vinna við flugumferðarstjórn hinn 31. júlí sl. sé studd neinum rökum heldur gengið út frá því að um staðreynd sé að ræða.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að hér hljóti að vanta eins og eitt neitunarorð, t.d. rétt staðsett "ekki", til þess að setningin gangi up.

Hinn forsíðutextinn er þó sýnu brokaðri, sem er synd því hann virðist koma mér við...

Dýrast að vera 34 ára

Það getur verið dýrt að lifa og ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar þá er 34. aldursárið það kostnaðarsamasta. Að jafnaði var þetta dýrasta árið í könnun sem Axa fjármálafyrirtækið lét gera, en alls tóku 1.990 einstaklingar þátt könnuninni. Hún leiddi í ljós að að jafnaði vanti fólki rúmar fjórar milljónir króna á 34 ára gamalt til þess að allt gangi upp.

Hvar á maður að byrja? Klárlega er þarna þágufallsvilla í fólki, en ég skil samt ekki hvernig hvernig fólk(i) geti vantað uppæð á aldur til að allt gangi upp.

Önnur lykilspurning er líka hvort það er dýrast að vera 34 eða 33 ára. Ég er t.d. á 34. aldursári, en er þó ekki nema 33 ára. Ef fréttin sjálf er lesin grautast þetta allt saman.

Ég veit því ekki hvort ég er núna að lifa mitt dýrasta ár eða hvort það verður ekki fyrr en eftir 2. apríl á næsta ári.

Sem er miður, því þetta væri mikilvægt að vita.


< Fyrri færsla:
Islandsk musik fredag
Næsta færsla: >
Bölvuð sé samviskusemin
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry