Enn með lífsmarki

Það er verið að breyta nettengingunni á kollegínu frá ADSL yfir í ljósleiðara og einhverjir byrjunarhnökrar hafa valdið því að netið hefur legið niðri undanfarna daga.

Í kvöld kemur í ljós hvort svo er enn.

Af mér er annars allt gott að frétta. Við erum núna í lok vinnudags á mánudegi komin með útgáfu af lokaverkefninu sem inniheldur allt sem við á að eta.

Hún verður nú send á kennarann og kærasta E. (sem er fyrrum kennari hér við ITU og nú post-doc í London) til yfirlestrar.

Við eigum svo eftir að snurfusa aðeins innganginn, en að öðru leyti fer að koma að því að við getum farið púsla saman forsíðu og draga fram stækkunarglerið til að lúsarleita krógann eftir megni.

Þetta er sem sé allt að koma.


< Fyrri færsla:
Gámur í október?
Næsta færsla: >
D-dagur og E-dagur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry