nóvember 2006 - færslur


Hugleikur segir sögur

Smá plögg: Á sunnudag og fimmtudag munu valinkunnir hugleikarar segja sögur í Þjóðleikhúskjallaranum. Verið þar eða verið ferningar.

Tylkinning og fylgiskjöl

Nú mun búslóðin vera komin á klakann og það er nú til athugunar hvort tollurinn hleypir henni athugasemdalaust í gegn eða dregur upp dúkahnífinn og hanskana.

Sófi og flugnafjöld

Fékk lox símtal frá Samskip í dag um að sófinn væri laus úr klóm tollsins. Eftir að hafa sótt hann og dröslað inn í hús við illan leik kom í ljós að honum fylgdu leynigestir.

Nota Mínar Stillingar

Þá er leynd að verða aflétt af verkefninu Stillingar.is, sem ég hef verið að stússast í síðustu vikurnar. Það var kynnt á ráðstefnu í gær og verður formlega opnað af félagsmálaráðherra á morgun.

Tónleikar og fleira

Það hefur ýmislegt á dagana dregið um helgina, kannski rétt að vaða yfir helstu atburði á léttu skeiði.

Nörd í bíó

Þá er ég í vikunni búinn að sjá bæði The Departed og Mýrina. Hvort tveggja prýðismyndir sem hægt er að viðhafa nörraleg komment um.

Minns í hljóðveri

Í síðastliðinni viku varð sá fáheyrði atburður að ég settist í hljóðver með höfuðfóna yfir eyrum og hljóðnema framan smettis til þess að taka upp um hálfa mínútu af minni hljómfögru rödd.

Blogg á prenti

Um helgina barst mér fyrirspurn um það hvort ég gæfi leyfi fyrir því að dagbókarfærsla héðan birtist í sérlegri útgáfu vel þekktrar samtímabókar. Nú hef ég stunið upp stafrænu jáyrði og því stefnir í að brot af thorarinn.com birtist á prenti.

Svið á stígandi

Nú styttist í að ég geri glæst kommbakk mitt inn í íslenskt leikhússlíf, vopnaður inkaupakerrum og nýstárlegum jólakræsingum. Mun þessi langeftirbeðni atburður eiga sér stað á jóladagskrá Hugleiks í Þjóðleikhússkjallaranum þriðjudaginn 5. desember næstkomandi.

Flatt á aðsókninni

Þótt ég vilji trauðlega játa á mig of mikinn hégóma varðandi þessi dagbókarskrif mín er ekki laust við að ég hafi rekið augun í lágdeyðu og flatneskju mikla í aðsóknarsúlum hér til vinstri á forsíðu. Veit ég ekki hvort lesendur hafa endanlega gefist upp á stopulleika mínum, en a.m.k. hefur smám saman færst til vinstri súla ein fástæð, líkt og symbólískt fokkmerki.

Eitthvað í ólagi

Eftir að hafa klórað mér í kollinum yfir grunsamlega fáum mældum heimsóknum undanfarna daga er ég núna búinn að kíkja aðeins á umferðartölur unnar upp úr server-loggunum. Niðurstaðan er sú að það er eitthvað bilað hjá mér.

Nýja uppáhaldsverslunin mín

Margrét systir mín hefur haldið því fram að það sé sálarbætandi að kíkja reglulega í Júróprís og skoða furður þær er þar ber fyrir augu. Ég kíkti þangað í fyrsta sinn um liðna helgi og er ekki frá því að ég sé sammála henni.