desember 2006 - færslur


Plögg: Jólabónus Hugleix

Það er mér bæði ljúft og skylt að plögga jóladagskrá Hugleiks; Jólabónus. Þar mun ég troða upp í leikþættinum Bónusförin, sem er óðum að taka á sig mynd og stefnir í að verða alveg helv. fyndinn og skemmtilegur þáttur.

Bilunin fundin: Ég

Um daginn var ég að reyna að leita uppi einhverja bilun í umferðarmælingunum mínum. Ég fann hana skömmu síðar og reyndist hún að sjálfsögðu liggja hjá mér sjálfum.

Sófinn stóðst prófraunina

Um helgina reyndi á tvo lykilþætti sófans góða og verður ekki annað sagt en hann hafi staðist prófið með sóma, bæði hvað varðar hlutverkið sem partísófi og sem heils dags haugaundirstaða.

Með bilaða efnishyggju

Ég veit ekki hvort ég kemst upp með að kenna dvöl minni í danaveldi um, en mér sýnist hins vegar ýmislegt benda til að það vanti eitthvað upp á tilætlaða efnishyggni mína, sérstaklega núna í jólabrjálæðinu.

Við rífandi undirtektir

Á þriðjudagskvöldinu þreytti ég frumraun mína á sviði í Þjóðleikhúsinu. Ég fór rétt með allar mínar replikkur, klikkaði ekki merkjanlega á innkomum og þrátt fyrir viðleitni missti ég búninginn ekki niður um mig. Leikurinn verður svo endurtekinn í síðasta sinn í kvöld.

Stormur og steik

Stormur helgarinnar olli vissum vonbrigðum á mínu heimili. Það gerði laugardagssteikin líka, en af öðrum orsökum.

Húsgögn fást gefins

Eftir IKEA leiðangur á mánudagskvöldi get ég vottað að hægt er að troða skrifborðsplötu sem er 1,95x0,75m inn í rauða Toyota Corolla hatchback. En það er enginn afgangur af því og krefst hávaxins bílstjóra ef unnt á að vera að sjá út um hliðarrúðuna.

Horft til himins

Nú finn ég mig í aðstæðum sem ég þekki frá menntaskólaárunum, kominn í jólafrí og bíðandi eftir því hvort ég kemst fljúgandi til Egilsstaða eða ekki.

Farinn og kominn

Það kom að því á Þorláksmessu að við systkin komumst öll austur (þ.e. þau okkar sem þangað ætluðu) og núna er maður kominn aftur suður eftir mjög afslappað og notalegt jólafrí (sníkti mér meira að segja einn aukadag og verður þetta því bara tveggja daga vinnuvika). En það það verður fróðlegt að sjá hvernig mér gengur að vakna til starfa í fyrramálið.

Fædd í leigubíl

Ritstjórn og formaður aðdáendaklúbbs thorarinn.com óska Sigga og Huld til hamingju með dótturina sem fæddist í leigubíl utan við Eyrnasundskollegíið á fimmtudagskvöld.

Huld og Álfheiður