febrúar 2007 - færslur


Bara vondur klæðnaður

Var það ekki 66°N sem auglýsti einhverntíman að það væri ekki til vont veður, heldur bara vondur klæðnaður? Ég var a.m.k. að reyna að rifja það upp meðan ég norpaði í garranum bíðandi eftir strætó.

Allir í mat

Helgin var helgi gestaboðanna, mamma og systkinin í síðbúnum bröns á laugardegi og "tengdó" og systir Alex á sunnudagskvöldi. Blessunarlega var ég ekki með meiri harðsperrur en svo að það tókst að sinna öllum.

Alvarleg geðræn vandamál?

Er það ekki dæmi um meiriháttar geðræna kvilla að vakna með stef úr jólalagi á heilanum í byrjun febrúar? Og það í ofanálag leiðinlegu jólalagi?

Nóg að gera

Er það ekki talin forsenda fyrir lífshamingju Íslendinga að hafa nóg að gera? Samkvæmt því hef ég það gríðarlega gott þessa dagana.

Ég er juðari

Undanfarna daga hef ég verið að dunda mér við að hressa upp á skenk í eigu Alexöndru, ættargrip mikinn úr Rúmfatalagernum sem til stendur að hvítta. Sú aðgerð varð mér afsökun til að kaupa mér nýtt leikfang.

Danska genbrúgsgullið gleymdist

Í frásögnum mínum af juði helgarinnar gleymdist alveg að geta skyndiákvörðunar sem var óneitanlega innblásin af dvöl minni í Danaveldi (og ofmetnaði á eigin handlagni).

Hvar liggja mörkin?

Nú er komið í ljós að klámráðstefnunni alræmdu hefur verið úthýst með lítt dulbúinni stjórnvaldsaðgerð. En þá kviknar sú spurning hvar stjórnvaldið leggi línurnar...

Dálítið klúðursleg lökkunartilþrif

Þá er ég hættur að juðast á Rúmfatalagersskenknum (svona að mestu) og byrjaður að lakka. Það mætti halda að maður væri að þessu í fyrsta sinn, því það er ekki laust við að ýmis smámistök hafi skotið upp kollinum.

Nánar um markafærsluna

Ég sé á athugasemdum við færslu föstudagsins um það hvar mörkin liggi að ég hef greinilega ekki verið alveg nógu skýrmæltur í því sem ég var að segja og ætla því að reyna aftur.

Andri strikes again?

Á leið til Alex eftir lökkunartilburði og maraþonfærslu dagsins tók ég skyndilega eftir óvenju skýrum stjörnuhimni.

Kúkað með Elvis

Þótt það sé ekki í ritstjórnarstefnu thorarinn.com að grípa til þeirra bragða að fanga athygli lesenda með klúryrðum, er þessi fyrirsögn einfaldlega of freistandi til að sleppa henni.