mars 2007 - færslur


Allur í vasanu

Hafi það farið framhjá einhverjum, þá stendur í dag yfir 90 kílómetra Vasagangan í Dölum Svíþjóðar. Þökk sé tækninni má upplifa hluta stemmningarinnar á veraldarvefnum.

Mynd úr skápnum

Eftirfarandi ljósmynd var tekin af fataskápnum mínum fyrir rúmri viku, en vegna anna hef ég ekki gefið mér tíma til að opinbera hana fyrr.

Mynd úr fataskápnum mínum

Spurt er; hvað má lesa út úr myndinni?

Teljari í steik

Eitthvað er umferðartalningin mín á forsíðunni að stríða mér. Unnið verður að viðgerð við fyrsta tækifæri.

Fyrir ári síðan

Um þessa helgi er liðið slétt ár frá því að við Alex hittumst fyrst, nánar tiltekið á St. Patrick's degi á ITU barnum.

Epli og eikur

Það er náttúrulega löngu orðið tímabært að ég fari að plögga aðeins fyrir nýjan íslenskan gamansöngleik sem Hugleikur frumsýnir í kvöld.

Sérstaklega þar sem það á svo að heita að ég sé í kynningarhópi sýningarinnar...

Hugleikur frumsýnir Epli og eikur

Eplin eru ljúffeng

Eftir frumsýningu gærkvöldins á Eplum og eikum get ég með góðri samvisku hvatt alla til að skella sér á sýningu. Ég held að þetta sé skemmtilegasta (og e.t.v. besta) uppfærsla Hugleiks sem ég hef séð!

Slá slöku við

Í morgun fékk ég tölvupóst frá Miðavaktinni, þjónustu midi.is, þar sem vakin er athygli á ýmsum viðburðum. Þar er textabútur sem ég get ómögulega skilið hvað textahöfundurinn er að reyna að segja.