Allur í vasanu

Sem ritstjóri Vasasíðunnar þorði ég ekki annað en vakna tiltölulega snemma í morgun og hef verið við lyklaborðið linnulítið síðan.

Haldi keppendur í göngunni ekki uppi nægilegum hraða eru strekkt reipi yfir brautina á tímatökustöðvum og því er mikil spenna í tilviki keppenda sem eru kannski ekki að stefna á verðlaunapening hvort þeir komist gegnum tímatökustöðvarnar í tæka tíð.

Það er enginn hægðarleikur að halda uppi hraða, enda mörg þúsund manns í sporinu og ekki dugir að sprengja sig ef þrauka á alla 90 kílómetrana (sem fyrir flesta lítt þjálfaða tekur 10-12 klukkustundir).

Allir keppendur eru með tímamælingarflögur og tímarnir berast (nokkurnvegin) jafnóðum á vef hlaupsins.

Hlutverk ritstjórans er svo að skella inn fréttum af gangi mála auk þess að kópíera inn kveðjur sem berast í tölvupóstum.

Má ekki vera að þessu, þarf að uppfæra...


< Fyrri færsla:
Gullkorn á Gullbylgjunni
Næsta færsla: >
Mynd úr skápnum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry