Epli og eikur
23. mars 2007 | 0 aths.
Það er sem sé frumsýning á bráðskemmtilegum nýjum íslenskum gamansöngleik í kvöld. Ég sá síðast rennsli fyrir nokkrum vikum og síðan hefur bæst við hljómsveit og fullt af fínslípunum auk þess sem sýningin er búin að koma sér fyrir í Möguleikhúsið við Hlemm með ljósum og húsbúnaði ýmsum.
Ég er því pottþéttur á því að þetta verði hin besta skemmtun.
Það má benda á að það verður sérstakur sérprís á sýninguna núna á sunnudagskvöld, bara þúsundkall (annars er fullt verð 1.500 krónur). Og sem sérlegan extrabónus verð ég í miðasölunni á sunnudag auk þess að selja veitingar í hléi. Einstakt tækifæri!
Sýningartímar og frekari upplýsingar.
Meira um málið síðar, vinna núna.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry